+ All Categories
Home > Documents > Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér...

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér...

Date post: 14-Apr-2021
Category:
Upload: others
View: 1 times
Download: 0 times
Share this document with a friend
15
Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Athugaðu að þessar leiðbeiningar eru fyrir Zotero í Firefox. Zotero hjálparforritið samanstendur af tveim forritsbútum. Annar keyrir í vafranum þínum og heldur utanum vistaðar heimildir, og hinn er eins konar brú þaðan og yfir í ritvinnsluforrit (t.d. Word) Fyrri forritsbútur: 1. Farðu á www.zotero.org og smelltu á (efst til hægri) 2. Náðu í Zotero for Firefox (nýjasta útgáfan gæti haft annað númer). 3. Þú þarft að smella á Allow / Leyfa 4. Þegar þessi rammi birtist smellirðu á Install / Setja inn 5. Textinn Zotero will be installed after you restore Firefox / Zotero viðbót verður sett upp þegar vafrinn verður endurræstur ætti að birtast í vafranum þínum, en þú getur beðið með að endurræsa þangað til þú ert búin/n að ná í seinni forritsbútinn.
Transcript
Page 1: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Athugaðu að þessar leiðbeiningar eru fyrir Zotero í Firefox.

Zotero hjálparforritið samanstendur af tveim forritsbútum. Annar keyrir í vafranum þínum og heldur utanum vistaðar heimildir, og hinn er eins konar brú þaðan og yfir í ritvinnsluforrit (t.d. Word)

Fyrri forritsbútur: 1. Farðu á www.zotero.org og smelltu á

(efst til hægri)

2. Náðu í Zotero for Firefox (nýjasta útgáfan gæti haft annað númer).

3. Þú þarft að smella á Allow / Leyfa

4. Þegar þessi rammi birtist smellirðu á Install / Setja inn

5. Textinn Zotero will be installed after you restore Firefox / Zotero viðbót verður sett upp þegar vafrinn verður endurræstur ætti að birtast í vafranum þínum, en þú getur beðið með að endurræsa þangað til þú ert búin/n að ná í seinni forritsbútinn.

Page 2: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

Seinni forritsbútur: 1. Á download síðunni þar sem þú náðir í Zotero fyrir Firefox þarftu að ná í skrá sem tengir

Zotero við Word ritvinnsluforritið. Smelltu á Add a plugin for Word or LibreOffice.

2. Þá ætti ný síða að opnast, og þar velur þú þann hlekk sem passar fyrir ritvinnsluforritið og stýrikerfið þitt. Word notendur sem eru með Windows smella á Install the Word for Windows Plugin for Zotero (nýjasta útgáfan gæti haft annað númer).

3. Þú þarft að smella á Leyfa / Allow

4. Þegar þessi rammi birtist smellirðu á Setja inn núna

5. Textinn Zotero Word for Windows Integration will be installed after you restart Firefox / Zotero viðbót verður sett upp þegar vafrinn verður endurræstur ætti að birtast í vafranum þínum, og þú ættir að smella á Restart / Endurræsa

Page 3: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

6. Opnaðu ritvinnsluforritið hjá þér.

7. Í Word ætti þá að vera flipi sem heitir Add-Ins með þessari valmynd, sem gerir þér kleift að setja inn tilvísanir (heimildir) og búa til heimildaskrá. Ef þú færð ekki upp Add-Ins flipa þá þarftu að endurræsa Word.

Page 4: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

Sync-aðu Zotero heimildirnar þínar örugglega Við viljum hvetja alla notendur Zotero að stofna sér ókeypis aðgang inn á Zotero.org. Þegar þú gerir það, þá vistast allar heimildirnar þínar inn á vefsvæðið þitt hjá Zotero.org og varðveitast þar. Það myndast speglun (synchronization) á milli Zotero forritsins í Firefox (local) og Zotero.org (global). Ef eitthvað myndi koma fyrir tölvuna þína, þá ert þú ekki að glata neinu sem þú hefur sett inn í Zotero. Þú þyrftir aðeins að setja upp Zotero aftur og síðan sótt allar heimildirnar þínar með því að innskrá þig. Með því að gera þetta þá getur þú einnig notað sama Zotero á mörgum tölvum.

1. Farðu inn á https://www.zotero.org/user/register/ og stofnaðu þér aðgang. Username verður að vera einstakt og það skiptir ekki máli hvaða netfang þitt þú notar (HR, gmail, hotmail...)

2. Þegar þú hefur lokið skráningu færð þú sendan tölvupóst með staðfestingartengli. Farðu strax inn í tölvupóstinn þinn og smelltu á tengilinn og staðfestu skráninguna þína.

3. Þegar þú ert búin/n að stofna þér aðgang þá þarft þú að setja notendanafnið þitt og lykilorð inn í Zotero forritið. Opnaðu Zotero með því að smella á Zotero táknið neðst hægramegin í vafranum. Smelltu þar á tannhjólatáknið (Actions) og veldu Preferences.

4. Þá opnast nýr gluggi og undir Sync flipanum setur þú inn nýja notandanafnið þitt og lykilorð og hakar við „Sync automatically“. Smellir síðan á OK (rauða Xið á MAC).

ATH. Ef þú eyðir eða breytir einhverju í Zotero þá speglast það á Zotero.org. Ef að Zotero getur ekki „sync-að“ og þú sérð rauðan hring með upphrópunarmerki þá hefur þú slegið inn annað hvort rangt notendanafn eða lykilorð. Prófaðu að setja inn aftur notendanafnið þitt og lykilorð og smelltu á grænu örina þangað til þú færð ekki upp rauða hringinn með upphrópunarmerkinu.

Page 5: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

Heimildir fluttar inn í Zotero Þessar leiðbeiningar miða við að notað sé Word á Windows, og að búið sé að setja Zotero upp á tölvunni.

1. Farðu á þá síðu sem inniheldur upplýsingar um þá heimild sem þú vilt vitna í. Þetta getur verið síða í gagnasafni, en einnig heimasíða fyrirtækis, frétt á vef eða rafræn útgáfa skýrslu, svo eitthvað sé nefnt. Hér er tekið dæmi úr EBSCO Host gagnagrunninum. Vertu á vefsíðu

greinarinnar. Ekki opna pdf útgáfuna.

2. Takið eftir að í línunni þar sem url síðunnar birtist er nú Zotero tákn (blað, mappa og bók eftir því sem við á, þ.e. hvernig heimild Zotero býr sig undir að grípa):

Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist ertu líklega ekki með fræðilega heimild á vefsíðunni og Zotero getur ekkert gripið. Hinsvegar má handfæra slíkar heimildir inn í Zotero)

Page 6: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

3. Grár gluggi birtist þá neðst í hægra horni vafrans:

Glugginn sést á meðan Zotero vistar heimildina en hverfur svo . Þegar hann hverfur er búið að vista þær upplýsingar sem Zotero hefur þekkt.

4. Smelltu á Zotero-hnappinn neðst í hægra horni vafrans, og staðfestu að heimildin sé vistuð (sést í miðjuglugganum):

Lengst til hægri geturðu skrunað niður og skoðað hvort allar upplýsingar hafa skilað sér rétt. Ef þú vilt laga eitthvað geturðu smellt á þann texta sem er rangur og fyllt rétt út.

Page 7: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

Að vista vefsíður og PDF skjöl Zotero grípur aðeins fræðilegar heimildir og sýnir aðeins vistunar táknin á þeim vefsíðum sem Zotero telur fræðilegar. Zotero greinir ekki venjulegar vefsíður og PDF-skjöl sem fræðilegar heimildir en þrátt fyrir það þarf stundum að vera hægt að vísa í þær.

Þessar leiðbeiningar miða við að Firefox vafrinn sé notaður, og að búið sé að setja Zotero upp á tölvuna.

Að vista vefsíður 1. Farðu inn á vefsíðu sem þú vilt vista sem heimild sem gefur ekki upp tákn til að smella á. Til

dæmis bloggsíða eða fréttamiðill.

2. Til að vista vefsíðuna þarf að opna Zotero með því að smella á Zotero merkið neðst í hægra horni vafrans.

3. Smeltu svo á táknið fyrir „Create New Item From Current Page“

4. Þá vistast síðan sem vefsíða/web page inn í Zotero. Zotero reynir að grípa allar þær skráningarupplýsingar sem eru á síðunni en þú gætir þurft að handfæra upplýsingar um síðuna inn í Zotero, t.d. höfund og dagsetningu (ártal).

Page 8: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

5. Zotero vistar einnig skjámynd af vefsíðunni eins og hún birtist þegar þú vistar hana.

Að vista PDF-skjöl Til að vista PDF-skjöl þarft þú að gera nákvæmlega eins og fyrstu fjögur skrefin í vistun vefsíðu með smá framhaldi.

1. Til að vista PDF-skjal þarftu að smella á táknið fyrir „Create New Item From Current Page“. Þá vistast PDF-skjalið en engar skráningarupplýsingar um það. Ekki er t.d. hægt að setja inn höfund né dagsetningu. Zotero getur ekki lesið innihaldsupplýsingar úr PDF-skjalinu og þarft þú því að handfæra þær inn. Eina sem Zotero gerir er að vista skjalið og gefa því nafn.

2. Til þess að fá inn möguleikann á því að fylla inn skráningarupplýsingar um PDF-skjöl þarft þú að hægri smella á skrána og velja „Create Parent Item from Selected Item“.

Page 9: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

3. Þá verður til svokallað „foreldri“ sem býður upp á að fylla inn skráningarupplýsingar um skjalið, t.d. höfund, titil, dagsetningu, o.fl. PDF-skjalið færist þá undir foreldrið.

4. Zotero vistar skjalið sem „Web Page“ en það er hægt að breyta því yfir í annað (Item Type), t.d. Journal Article, Book, Document, Report, o.fl. og við það breytast skráningarmöguleikar í þá sem eiga við í hverju tilfelli.

5. Þar sem APA-staðallinn er búinn til fyrir félagsvísindasvið hefur ekki verið hugsað fyrir því hvernig á að vitna í staðla (ekki er hægt að velja staðal sem tegund heimildar). Skásta leiðin til að leysa þetta í Zotero er að fara með staðal eins og bók án höfundar.

Page 10: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

Zotero – vitnað í heimildir Þessar leiðbeiningar miða við Word á Windows

1. Opnaðu Word. Ef forritið er rétt sett upp hjá þér birtist flipi sem lítur svona út:

2. Skrifaðu inn texta og settu bendilinn svo þar sem þú vilt setja heimildina inn í textann.

3. Smelltu á Add-Ins-flipann. Ef þessi flipi sést ekki, farðu þá eftir leiðbeiningum um uppsetningu á Zotero á heimasíðu BUHR.

4. Í valmyndinni sem birtist skaltu smella á táknið lengst til vinstri:

5. Þá birtist þessi gluggi þar sem þú getur valið þann staðal sem þú vilt nota í ritgerðinni þinni, t.d. APA

Smelltu á Í lagi. (Athugaðu að þú velur staðalinn bara í fyrsta skipti sem þú setur inn heimild, þessi gluggi ætti því ekki að birtast nema einu sinni.)

Page 11: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

6. Þá birtist annar gluggi þar sem þú getur valið í hvaða heimild þú vilt vitna. (Athugaðu að hér býðst þér að velja úr þeim heimildum sem þú hefur sett inn í þitt Zotero, Mitt safn)

7. Veldu heimildina og smelltu á Í lagi.

8. Þá kemur heimildin inn þar sem bendillinn er í skjalinu:

9. Á sama hátt getur þú sett inn fleiri heimildir með því að endurtaka punkta nr 4. 6, 7 og 8.

Aðrar leiðir til að vitna í heimildir

Að nefna höfundinn í texta, og hafa bara ártal í tilvitnun í sviga Stundum vill maður nefna höfund greinarinnar í textanum sínum, þannig að tilvitnunin sé bara ártal í sviga. Þetta getur maður gert, með smá fráviki frá leiðbeiningunum hérna að ofan. Mismunurinn felst í lið 6. Áður en þú smellir á Í lagi skaltu haka við Suppress Author:

Tilvísunin birtist þá svona:

Page 12: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

Að vitna í fleiri en eina heimild í sama sviganum Þetta er líka gert í valmyndinni sem er sýnd í lið 6 hér fyrir ofan. Þegar hún birtist skaltu smella á

Multiple Sources: Þá breytist valglugginn aðeins og lítur nú svona út:

Í glugganum í miðjunni getur þú valið eina og eina heimild í einu og bætt þeim við listann með því að smella á örina sem bendir til hægri (græn á myndinni hér fyrir ofan). Þú getur fjarlægt úr listanum með því að smella á örina sem bendir til vinstri, og með örvunum sem benda upp og niður getur þú raðað röð heimildanna sem þú ert að fara að vitna í. Að þessu loknu smellir þú á Í lagi og þá gæti heimildin litið út svipað og þessi hér:

Að vitna í blaðsíðutal fyrir beinar tilvitnanir Þegar beinar tilvitnanir eru notaðar þarf að geta blaðsíðutals. Þetta getur þú gert, með smá fráviki frá leiðbeiningunum hérna að ofan. Mismunurinn felst í lið 6. Áður en þú smellir á Í lagi skaltu skrifa blaðsíðutalið hjá Page:

Þá getur heimildin litið út svipað og þessi hér:

Page 13: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

Heimildaskrá í Zotero Þessar leiðbeiningar miða við Word á Windows

1. Nú ertu búin að nota Zotero til að setja inn tilvísanir og ætlar að gera heimildaskrá yfir tilvísanirnar. Opnaðu Word-skjal og settu inn tilvísanir í heimildir (sjá leiðbeiningar á vefsíðu BUHR).

2. Settu bendilinn aftast í skjalið (eða þar sem þú vilt fá heimildaskrána inn). (Getur skrifað Heimildaskrá eða References í línuna fyrir ofan)

3. Veldu þriðja tákn frá vinstri í Zotero-valmyndinni (í Add-Ins-flipanum):

4. Þá ætti heimildaskráin að vera komin inn:

5. Lestu heimildaskrána yfir og lagaðu hana til, t.d. til að tryggja að hún standist íslensk viðmið. (Hér fyrir ofan þarf t.d. að breyta & í og.)

Page 14: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

APA á íslensku í Zotero Fyrir þá sem skrifa á íslensku hefur hingað til verið nauðsynlegt að þýða heimildaskrána úr ensku; breyta „Retrieved from“ í „Sótt af“, „Eds.“ í „ritstj.“ o.þ.h. Vegna þess að Zotero er „open source“ er hægt að breyta bæta og laga eftir því sem hentar, t.d. þýða staðal yfir á íslensku. Styrmir Magnússon nemandi í HÍ hefur þýtt APA yfir á íslensku til eigin nota, og hefur góðfúslega veitt okkur leyfi til að nota þýðinguna. Athugið að þetta er ekki lokaútgáfa þýðingarinnar, heldur handrit sem sífellt er verið að vinna í til þess að bæta þýðinguna enn frekar, en þetta er mikil hjálp við þá sem skrifa á íslensku. Hvernig á að setja íslenska staðalinn upp (þú þarft að vera búin/-n að setja Zotero upp, sjá leiðbeiningar á heimasíðu BUHR):

1. Byrjið á að hlaða þessu skjali niður á eigin tölvu (Windows-notendur hægrismella og vista sem /save as. Leggðu á minnið hvar þú vistar skjalið). Á netinu finnurðu skjalið á þessari slóð: http://www.ru.is/media/skjol---bokasafn/apa_isl.csl

2. Opnið Zotero (smellið á táknið neðst í hægra horni vafrans).

3. Smellið á Actions valmyndina ( ) og veljið Preferences. Nýr gluggi opnast.

4. Veljið Cite og þar undir Styles-flipann.

5. Smellið á hnappinn með + merkinu.

6. Þá birtist gluggi þar sem þú þarft að finna skjalið sem þú hlóðst niður. Veldu skjalið og smelltu á Open / Opna.

7. Veldu install í litla glugganum sem opnaðist.

8. American Psychological Association – APA 6. útg. á íslensku hefur þá bæst í listann.

9. Smellið á OK/Í lagi til að loka glugganum.

Page 15: Zotero sett upp á Windows stýrikerfi - ru.is€¦ · Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist

Staðlar í Zotero / APA Þar sem APA-staðallinn er búinn til fyrir hugvísindasvið hefur ekki verið hugsað fyrir því hvernig á að vitna í staðla (ekki er hægt að velja staðal sem tegund heimildar). Skásta leiðin til að leysa þetta í Zotero er að fara með staðalinn eins og bók án höfundar.

Titilinn er ágætt að skrá svona (til dæmis): EN 1992-1-1: Eurocode 2: Design of concrete structures. Part 1-1: General rules and rules for buildings.

Ekki skrá neinn höfund, en settu staðlasamtökin sem bera ábyrgð á útgáfunni í Útgefandi, t.d. European Committee for Standardization, eða Staðlaráð Íslands. (Muna að setja útgáfustað í Staðsetning). Setjið útgáfuár í Dagsetning. Og svo kemur trikkið: Setjið titilinn eins og hann á að birtast í tilvitnun í texta í sviðið Short Title, t.d. EN 1992-1-1. Tilvitnun í texta samanstendur af Short Title og ári, og yrði þá eftirfarandi: (EN 1992-1-1, 2004)

Dæmi:


Recommended