+ All Categories
Home > Documents > MPM - Master of Project Managementmann...verka kærur og klögumál sem miða að því að fá...

MPM - Master of Project Managementmann...verka kærur og klögumál sem miða að því að fá...

Date post: 23-Oct-2020
Category:
Upload: others
View: 2 times
Download: 0 times
Share this document with a friend
31
MPM - Master of Project Management Hvað skýrir muninn á framleiðni í bygginga- og mannvirkjageira á Íslandi samanborið við nágrannalöndin? Hannes Frímann Sigurðsson 10 ECTS eininga ritgerð til Meistaraprófs (MPM) í Verkefnastjórnun Júní 2017
Transcript
  • MPM - Master of Project Management

    Hvað skýrir muninn á framleiðni í bygginga- og

    mannvirkjageira á Íslandi samanborið við

    nágrannalöndin?

    Hannes Frímann Sigurðsson

    10 ECTS eininga ritgerð til

    Meistaraprófs (MPM) í Verkefnastjórnun

    Júní 2017

  • ii

  • Hvað skýrir muninn á framleiðni í bygginga- og

    mannvirkjageira á Íslandi samanborið við

    nágrannalöndin?

    10 ECTS eininga ritgerð til

    meistaraprófs (MPM) í Verkefnastjórnun

    Júní 2017

    Leiðbeinendur:

    Dr. Helgi Þór Ingason,

    Prófessor MPM, Háskólinn í Reykjavík,

    Steinþór Kári Kárason

    Prófessor í arkitektúr, Listaháskóli Íslands

    Tækni- og verkfræðideild

    Háskólinn í Reykjavík

  • 4

    Hvað skýrir muninn á framleiðni í bygginga- og mannvirkjageira á

    Íslandi samanborið við nágrannalöndin?

    Hannes Frímann Sigurðsson

    Ritgerð lögð fram sem hluti af skilyrðum fyrir meistaragráðu í verkefnastjórnun ( MPM )

    við Háskólann í Reykjavík – maí 2017

    Úrdráttur

    Í nýlegri MS ritgerð Ævars Rafns Hafþórssonar, Framleiðni á byggingamarkaði

    Samanburður við Noreg 2016, kemur m.a. fram að munurinn á framleiðni milli landanna í

    byggingariðnaði sé allt að 46%. Þessi munur hefur að mestu verið óútskýrður en margir

    sem vinna við bygginga- og mannvirkjageirann hafa bent á nokkrar ástæður sem þykja

    líklegar skýringar. Í ritgerðinni verður þessara ábendinga leitað, þær kannaðar og reynt að

    varpa ljósi á frumorsök þess að framleiðni er ónóg og reyna að benda á aðgerðir til úrbóta.

    Verkefnið sem er umbótamiðuð rannsókn er unnin þannig að dregnar eru fram þær

    skýringar sem bent hefur verið á í bæði ræðu og riti. Voru tekin viðtöl við sérfróða aðila í

    geiranum. Niðurstöður verkefnisins eru að þekking á hugtakinu framleiðni er ekki öllum

    töm í geiranum og mikilvægi ekki skýrt. Aðilar geta þó hver fyrir sig séð atriði til úrbóta

    þegar þeir líta til síns nærumhverfis og flestir töldu mikilvægt fyrir iðnaðinn að fá stöðugra

    umhverfi til að starfa í, ráðgjöf á vinnustaði til að bæta framleiðni og átak í gæðum á

    hönnun og framkvæmd. Dreginn er fram fjöldi líklegra skýringa og þær flokkaðar fyrst

    eftir gerð og staðsetningu í virðiskeðjunni og síðan hvort um sé að ræða innri, ytri eða

    ómælanlegar breytur.

    Abstract

    In this essay, I will try to highlight likely explanations of why productivity in construction

    is poorer than in neighbouring countries, and especially in Norway. A search was made for

    consultants within the sector who know it after having worked in the industry for a long

    period of time. There was also a search for explanations that economists and experts have

    sought for the sector's working environment and attempted to provide the most likely

    explanations of the situation so that at later stages it is possible to prioritize these issues

    and to start a process of improvements that the sector really needs. There were 15 people

    consulted, who worked for a long time in the sector, and their explanations sought out,

    sorted and defined. The essay contains the items that these consultants considered to be the

    most effective in improving productivity. The outcome of the project indicates that the

    reasons can be grouped into four main categories. The first category includes issues such

    as fluctuations in the economy, size of companies and oligopolies, operational aspects,

    wages and devices and the representation of constituencies for VAT reimbursements. In

    category two is management and organization of projects and overtime along with

    education and knowledge. In the third category are items such as discipline, presence at

    workplace, raw materials and flaws in design and construction. In the fourth and last

    category is the environment of the sector and weather conditions, shortage of land,

    oligopoly, little mass production and more of such factors.

  • 5

    Efnisyfirlit

    Úrdráttur .............................................................................................................................. 4

    Abstract ............................................................................................................................... 4

    Efnisyfirlit ........................................................................................................................... 5

    1.1 Tilurð ritgerðarinnar.................................................................................................. 6

    1.2. Spurningin ................................................................................................................ 7

    1.3. Samhengi við viðfangsefni Íslenska Byggingavettvangsins .................................... 7

    2. Fræðileg umfjöllun.......................................................................................................... 8

    2.1. Byggingariðnaðurinn og samhengi við framleiðni. ................................................. 8

    2.2. Efnahagslegur stöðuleiki ................................................................................... 10

    2.3.. Endurgreiðsla virðisaukaskatts ......................................................................... 11

    2.4.. Tæki og fjárfesting ........................................................................................... 11

    2.5. Menntun ............................................................................................................ 12

    2.6. Áhrif yfirvinnu .................................................................................................. 12

    2.7. Stærð markaðar og fyrirtækja ........................................................................... 12

    2.8. Landsframleiðsla ............................................................................................... 13

    2.9. Stjórnun, eftirlit og skipulag ............................................................................. 14

    2.10. Annað .............................................................................................................. 14

    3.1. Áskorunin ............................................................................................................... 15

    3.2. Val á rannsóknaraðferð ......................................................................................... 15

    3.3. Viðtölin .................................................................................................................. 16

    4. Niðurstöður og umræður ............................................................................................... 17

    Þemu ......................................................................................................................... 17

    Flokkar ...................................................................................................................... 17

    Ytri, innri og ómælanlegar breytur ........................................................................... 19

    Næstu skref ............................................................................................................... 21

    Aðeins um aðferðina ................................................................................................. 24

    7. Þakkir ............................................................................................................................ 24

    8. Heimildir ....................................................................................................................... 25

    9. Viðaukar ........................................................................................................................ 28

  • 6

    1. Inngangur

    Nú á síðustu áratugum hefur varla nokkur atvinnugrein gengið í gegnum eins miklar

    sveiflur eins og íslenskur byggingariðnaður hefur gert. Umsvif innan greinarinnar voru

    gríðarleg um miðjan síðasta áratug fram að síðasta ársfjórðungi 2008 þegar hún nánast

    hrundi í einu vetfangi í kjölfar bankahrunsins síðla það ár. Þá tók við hrina gjaldþrota hjá

    byggingarfyrirtækjum og gekk það svo langt að um tíma lagðist iðnaðurinn nánast af á

    Íslandi. Töluvert vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og íslenskur mannvirkja- og

    byggingageiri hefur rétt úr kútnum jafnt og þétt, en nokkuð þarf til að hann komist á svipað

    getustig og var fyrir bankahrun. Til að svo geti orðið þarf að skoða fjölmarga þætti rekstrar

    og umhverfis svo hægt verði að bæta afkomu fyrirtækjanna þannig að þau nái að standast

    allan alþjóðlegan samanburð hvað varðar rekstrarhæfi, menntun vinnuafls, tæknigetu

    fyrirtækja, reynslu lykilstarfsmanna og framleiðni svo fátt eitt sé nefnt. Í þessari ritgerð

    verður leitast við að greina helstu þætti sem hafa áhrif á framleiðni íslenskra fyrirtækja í

    byggingariðnaði ásamt því að greina ástæður þess munar sem mælist milli Íslands og

    Noregs og einnig milli Íslands og þeirra landa sem við gjarnan viljum bera okkur saman

    við í mannvirkja- og byggingageira.

    1.1 Tilurð ritgerðarinnar

    Íslenskur byggingaiðnaður ásamt öðrum þjónustugreinum á Íslandi hafa glímt við lága

    framleiðni um töluverðan tíma. Framleiðni er mælikvarði á hversu vel fjármagn og vinnuafl

    nýtast til að skapa verðmæti. Margir hafa bæði ritað og rætt um þetta mál hér á landi og

    bent á að mælingar gefi til kynna að ástandið sé ekki ásættanlegt. Eitt sem vakið hefur

    sérstaka athygli höfundar er að hvergi er að finna samantekt eða rannsókn á hvað

    iðnaðurinn sjálfur telur þurfa öðru fremur að laga og hvar hægt er að bæta framleiðni í

    bygginga- og mannvirkjageira.

    Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ástandið í nokkrum þáttum bygginga- og

    mannvirkjagreina sé lakara en almennt mælist í þjónustugreinum. Þannig kemur m.a. fram

    í meistararitgerð Ævars Rafns Hafþórssonar, „Framleiðni á byggingamarkaði.

    Samanburður við Noreg“ 2016 að;

    „Framleiðni vinnuafls í Noregi er mikið betri en hér á Íslandi. 23 vinnustundir á fermeter í

    Noregi samanborið við 31-37 vinnustunda á fermeter á Íslandi. Munurinn er allt frá 43,5%

    til 61% eftir því hvaða íbúðastærðir er verið að miða við. Norsku tölurnar eru að miða við

    meðaltal þannig að ef við tökum miðgildið í íslensku tölunum, þá er munurinn 48%

    (34/23). Sem segir að íslenskt vinnuafl þarf um 48% fleiri vinnustundir á hvern fermeter.”

    (Ævar Rafn Hafþórsson, 2016)

    Þá hafa komið fram vísbendingar sem gefa til kynna að framleiðni hjá íslenskum

    iðnaðarmönnum sem hafa starfað í Noregi eftir efnahagshrunið sé meiri þar en hér.

    Þetta eru sláandi niðurstöður fyrir íslenskan byggingariðnað. En hvað þýða þessar

    upplýsingar. Í sinni einföldustu mynd þýðir þetta að á meðan Norðmenn framleiða þrjár

    íbúðir þá framleiðum við einungis tvær íbúðir - með sömu aðföngum. Mælingarnar gefa til

    kynna að afköst okkar séu mun lakari en Norðmanna. Þessi munur er meiri en hægt er að

    una við og finna verður snarlega í hverju munurinn liggur og ráðast í aðgerðir til að bæta

    úr.

  • 7

    1.2. Spurningin

    Til að reyna að skilja hvað veldur þessum mun á framleiðni þarf að rannsaka orsakirnar.

    Við þurfum að leita skýringa sem víðast úr greininni og fá þá fagmenn sem við teljum að

    best þekki til að reyna að afmarka það sem aðskilur okkur frá nágrannaþjóðum sem gera

    betur og ná betri árangri.

    Rannsókn þessi er grundvölluð á áhuga höfundar og menntun og við undirbúning hennar

    hefur höfundur horft til þeirra verkefna sem Íslenski byggingavettvangurinn stendur

    frammi fyrir. Ritgerð Ævars Rafns Hafþórssonar kveikti sérstakan áhuga á því viðfangsefni

    að kanna eins nákvæmlega og unnt er og hvað veldur þessum mun á framleiðni milli Íslands

    og nágrannalandana.

    Þá var hugmynd höfundar að eitt af markmiðum verkefnisins væri að ná til þeirra sem starfa

    við geirann og leita eftir þeirra skoðunum og skýringum á lítilli framleiðni á Íslandi og að

    reyna að draga saman sem flesta þá þætti sem geta verið áhrifavaldar, forgangsraðað þeim

    og reyna að skýra þann mun sem mælist.

    Hagsmunaaðilarnir þekkja til iðnaðarins ýmist sem rekstraraðilar, starfsmenn eða

    þjónustuaðilar.

    Rannsóknaspurning þessa verkefnis er „Hvað skýrir muninn á framleiðni á Íslandi í

    bygginga- og mannvirkjageira samanborið við nágrannalöndin?“

    1.3. Samhengi við viðfangsefni Íslenska Byggingavettvangsins

    Höfundur er menntaður húsasmiður, byggingariðnfræðingur og byggingatæknifræðingur

    og fer í dag fyrir Íslenska byggingavettvangnum (BVV), sem er samstarfsvettvangur

    Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar,

    Íbúðalánasjóðs, þriggja ráðuneyta, menntastofnana, nokkurra fyrirtækja og aðila sem starfa

    á sviðum sem tengjast byggingarstarfsemi með einhverjum hætti.

    Tilgangur BVV er að efla innviði og auka samkeppnishæfni innan byggingageirans með

    virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem við hann starfa, efla samtal innan geirans um

    hagsmunamál hans og stuðla að faglegri umræðu. Einnig að greina tækifæri

    byggingaiðnaðarins til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun á þessu sviði og

    stuðla að faglegri mannvirkjagerð meðal annars með áherslu á eflingu nýsköpunar,

    tækniþekkingar, rannsókna og þróunar. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun

    innan byggingageirans, taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að

    víðfeðmara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar. Af þessu má sjá að það að auka

    framleiðni í bygginga- og mannvirkjageiranum er eitt af meginviðfangsefnum

    Byggingavettvangsins. Innan hans er almennt talið að skortur á framleiðni sé umtalsvert

    vandamál en skoðanir misjafnar á því hvað veldur og hvar í virðiskeðjunni og umhverfi

    geirans skórinn kreppir.

  • 8

    2. Fræðileg umfjöllun

    2.1. Byggingaiðnaðurinn og samhengi við framleiðni.

    Vandamál byggingaiðnaðarins á Íslandi eru mörg og ólík. Reglulega er fjallað um þessi

    mál í fjölmiðlum og þau skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Komið hefur fram að skortur er

    á vinnuafli, framleiðni mælist langt frá því sem þekkist í nágrannalöndunum og þeim

    löndum sem við viljum gjarnan miða okkur við, (Þórarinn G. Pétursson, 2016.) arðsemi er

    oft undir æskilegum viðmiðum, hefð fyrir mikilli yfirvinnu á íslenskum vinnumarkaði og

    yfirvinna oft hluti af launakjörum, (Hallgrímur Oddsson, 2015) vöntun er á nýjum tækjum

    og innleiðingu á nýjum aðferðum. Vinnuaðstæður eru oft ófullnægjandi, öryggismál hafa

    ekki fengið nauðsynlegan forgang og einnig hefur verið verulegur skortur á menntuðu

    starfsfólki til iðnaðarins (Þórarinn G. Pétursson, 2016).

    Efnahagshrunið tók um tíma allan kraft úr greininni og miklar og reglulegar sveiflur í

    hagkerfinu eru greininni ákaflega erfiðar.

    Þessu til viðbótar teljast gæði bygginga oft vera undir viðmiðum og oft fylgja lúkningu

    verka kærur og klögumál sem miða að því að fá verð lækkuð þar sem gæði eru ónóg. Þetta

    má stundum rekja til þess að verktakar hafa ekki vandað til verka og efnisvals til að komast

    hjá kostnaði (Sigurður Rúnar Birgisson, 2013).

    Eitt þeirra atriða sem þarf að laga innan bygginga- og mannvirkjageira á Íslandi er

    framleiðni. Í þessari ritgerð verður leitast við að finna helstu ástæður þess að framleiðnin

    er minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Horft verður til atriða sem eru efnahagslegs

    eðlis og snúa að ytra umhverfi geirans og einnig leitað skýringa í framkvæmdaþáttum og

    innri þáttum geirans.

    „Framleiðni er skilgreind sem sá fjöldi eininga af afurðum sem hægt er að fá út úr einni

    einingu af aðföngum og er því vísbending um rekstarhagkvæmni greinarinnar. Með öðrum

    orðum hvað er hægt að búa til mikið af verðmætum úr einni einingu af aðföngum“

    (Hagfræðistofnun, 1999).

    En fremur segir í skýrslu OECD, e.d. Defining and measuring productivity að framleiðni

    er venjulega skilgreint sem hlutfallið milli framleidds magns afurða og magn aðfanga. Með

    öðrum orðum, það mælir hversu skilvirk framleiðsla aðfanga er, svo sem vinnuafls og

    fjármagns, eru notuð í hagkerfinu til að framleiða tiltekið magn afurða. Framleiðni er talin

    lykiluppspretta hagvaxtar og samkeppnishæfni (OECD, e.d.).

    Samkvæmt þessum skilgreiningum má sjá að fjölmörg atriði gætu haft áhrif á framleiðni

    fyrirtækja (Guðrún Högnadóttir, 2014). Víða hefur verið fjallað um þann mun sem mælist

    á milli Íslands og okkar helstu nágranna og þá gjarnan skoðaðir einstakir þættir sem

    mögulegir áhrifavaldar.

  • 9

    Hinn virti hagfræðingur Paul Krugman, skrifaði í bók sinni The Age of Diminishing

    Expectations (1994).

    Framleiðni er ekki allt, en til lengri tíma litið, er hún nánast allt. Hæfni ríkis

    í að stuðla að bættum lífskjörum yfir tíma er næstum algjörlega háð getu þess

    að auka afurðaframleiðslu fyrir hvern starfsmann í landinu.

    Í rannsókn Ævars Rafns Hafþórssonar á muninum á framleiðni á milli Íslands og Noregs

    kemur m.a. fram að töluverður munur væri á mismunandi verkþáttum. Þar kom m.a. fram

    að munur á framleiðni á allri innivinnu svo sem uppsetningu veggja og að gera tilbúið undir

    innréttingar og uppsetning þeirra er allt að 84%. Þarna er gríðarlegur munur sem erfitt er

    að skýra með öðru en fyrirkomulagi framkvæmdarinnar. Hér þarf að leita skýringa í

    aðferðum, sérhæfingu starfsfólks, reglum og innri þáttum framkvæmdarinnar. Þegar horft

    er til stærri þátta eins og uppsteypu húsnæðis þá er framleiðni vinnuafls í Noregi mun betri

    en á Íslandi. 23 vinnustundir á fermeter í Noregi samanborið við 31-37 vinnustundir á

    fermeter á Íslandi. Munurinn er allt frá 43,5% til 61% eftir því hvaða íbúðastærðir er miðað

    við (Ævar Rafn Hafþórsson, 2016). Þó ber að horfa til þess að í uppsteypu húsnæðis er

    uppsetning innanhússveggja og innréttinga í tölunum. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að

    miklu meiri munur er á uppsetningu innréttinga og innveggja milli landana sem gefur

    sterklega til kynna að í uppsteypunni er minni munur milli landanna á framleiðni, jafnvel

    óverulegur og heildarvinnustundir við uppsetningu á fjölbýli er um 24% af

    framkvæmdakostnaði í Noregi en 23% á Íslandi (Ævar Rafn Hafþórsson, 2016).

    Undir þetta hafa margir tekið og þessi munur var grunnstef í umræðu um framleiðni á

    Íslandi á Viðskiptaþingi 2016. Þar kom fram að hjá Hreggviði Jónssyni þáverandi formanni

    Viðskiptaráðs að framleiðni á Íslandi er lág samanborið við helstu nágrannaríki okkar og

    lægju að mestu í lágri framleiðni vinnuafls. Það þýðir að hver starfsmaður skapar of lítil

    verðmæti. Taldi hann jafnframt að framfarir á þessu sviði myndu því skila verulegum

    lífskjarabótum á Íslandi (Hreggviður Jónsson, 2016).

    Talið er að fyrirtæki í þjónustugreinum glími við fjórar megin áskoranir þegar kemur að

    auka framleiðni en þær eru:

    1. Smæð hagkerfisins – Smæð markaða gerir fyrirtækjum erfitt fyrir að ná fram

    stærðarhagkvæmni.

    2. Efnahagsumhverfi – Óstöðugleiki í efnahagsmálum dregur úr stöðuleika í rekstri

    og torveldir fjárfestingu.

    3. Viðskiptahindranir – Opinber rekstur á samkeppnismörkuðum og tekjuöflun

    vegna opinberra útgjalda gerir starfssemi óhagkvæmari.

    4. Regluverk og stofnanir – Íþyngjandi leikreglur, óskilvirkt stofnanaumhverfi og

    vinnubrögð stjórnsýslu skapa óþarfa kostnað.

    Allt eru þetta atriði sem raunverulega hafa áhrif og ljóst að bæði mælingar og skoðun á

    þeim sýna að þetta eru þættir í hinu yrta umhverfi sem þarf að laga til að bæta framleiðni í

    íslenskum bygginga- og mannvirkjageira (Frosti Ólafsson, Björn Brynjúlfur Björnsson,

    Margrét Berg Sverrisdóttir, Marta Guðrún Blöndal og Sigurður Tómasson, 2016).

    https://translate.googleusercontent.com/translate_c?depth=1&hl=is&prev=search&rurl=translate.google.is&sl=en&sp=nmt4&u=https://mitpress.mit.edu/books/age-diminished-expectations&usg=ALkJrhjHhNX1vkYGdS6_UYLwZO_Xaxy1aAhttps://translate.googleusercontent.com/translate_c?depth=1&hl=is&prev=search&rurl=translate.google.is&sl=en&sp=nmt4&u=http://www.managementors.co.uk/productivity-isnt-everything-but-in-the-long-run-it-is-almost-everything/&usg=ALkJrhhjPYo3hKlO989jr13cD8tnsFzxOQ

  • 10

    Til að gefa gleggri mynd af málefninu þá verður hér fjallað nánar um nokkra þeirra þátta

    sem nefndir hafa verið hér að ofan sem skýringar á lágri framleiðni bygginga- og

    mannvirkjagreina á Íslandi.

    2.2. Efnahagslegur stöðugleiki

    Eitt þeirra atriða sem hefur verulega áhrif á getu íslenskra fyrirtækja til að byggja upp

    innviði og auka framleiðni eru hinar miklu efnahagssveiflur sem Íslenskt hagkerfi býr við

    (Seðlabanki Íslands, 2012; Ævar Rafn Hafþórsson, 2016). Komið hefur fram að sveiflurnar

    draga úr getu innlendra fyrirtækja til að móta langtímaáætlanir, byggja upp sérhæft vinnuafl

    og fjárfesta í tækjum sem auka rekstrarhagkvæmni. Óstöðugleiki er vandamál fyrir alla

    aðila hagkerfisins. Áhrifin eru þó sérstaklega kröftug á innlend þjónustufyrirtæki þar sem

    afkoma þeirra helst fast í hendur við helstu hagvísa innanlands. Þannig hafa sveiflur í

    eftirspurn, vaxtastigi og verðlagi meiri áhrif á fyrirtæki í innlendri starfsemi en

    útflutningsstarfsemi (Bjarni Már Gylfason, 2016). Smæð hagkerfisins ýtir enn frekar undir

    sveiflurnar og gerir þær erfiðari viðureignar (Frosti Ólafsson o.fl., 2016).

    Efnahagssveiflur á Íslandi hafa verið miklar og hefur á það verið bent að þær draga úr getu

    fyrirtækja til rekstrar. Opinber fjármál og óstöðugleiki á vinnumarkaði hafa verið

    Íslendingum fjötur um fót. (Frosti Ólafsson og Björn Brynjúlfur Björnsson, 2015;

    Viðskiptaþing 2016; Hreggviður Jónsson, 2016).

    Fyrir þau fyrirtæki sem starfa eingöngu á innlendum þjónustumarkaði magnast vandinn

    enn frekar vegna sterkrar fylgni á milli einkaneyslu og gengis krónunnar.

    Mynd 1 Efnahagssveiflur á Íslandi frá 1970 til 2009

    Viðskiptaráð Íslands hefur einnig bent á að í skýrslu Mckinsey & Company, Charting a

    Growth Path for Iceland komi fram að framleiðni þjónustugeirans á Íslandi sé fimmtungi

    lægri en í grannríkjum okkar (McKinsey & Company, 2012; Viðskiptaráð Íslands, 2016a).

    Þar kemur jafnframt fram að atvinnustig á Íslandi er hátt og vinnustundafjöldi töluvert

    hærri en í viðmiðunarríkjum en á sama tíma er landsframleiðsla 12% lægri.

  • 11

    Mynd 2. Framleiðnistig, vinnustundir og atvinnustig

    Að framansögðu má vera ljóst að efnahagssveiflur hafa mikil og óæskileg áhrif á framleiðni

    og er líklega meðstærri áhrifavöldum í þeim (Hinrik Árni Wöhler, 2015).

    2.3.. Endurgreiðsla virðisaukaskatts

    Á Íslandi hefur um töluverðan tíma verið sú regla að verktakar fá um 60% af

    virðisaukaskatti endurgreiddan af vinnu sem framkvæmd er á byggingarstað. Þetta byggir

    á reglugerð nr. 449/1990 (Reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna

    við íbúðarhúsnæði með áorðnum breytingum). Þetta hefur haft þau áhrif að byggingaraðilar

    leitast við að auka vægi vinnuliða til að fá sem mest endurgreitt. Þetta kemur nokkuð heim

    og saman við niðurstöður í ritgerð Ævars Rafns Hafþórssonar að vinnuliður á Íslandi er á

    bilinu 2 – 3% hærri hér en í Noregi og að munur á framleiðni milli Íslands og Noregs er

    mjög mikill við uppsetningar innréttinga, veggja og innivinnu en minni á byggarstiginu

    fram að fokheldi (byggingastig 4 skv. ÍST 51) (Ævar Rafn Hafþórsson, 2016). Þá ber að

    hafa hugfast að uppsteypa staðsteyptra fjölbýlishúsa fer að miklu leyti fram í ákvæðisvinnu.

    Önnur vinna fer meira fram í tilboðsgerð og tímavinnu og þá fer endurgreiðsla

    virðisaukaskattsins að skipta verulegu máli. Við eftirgrenslan kom fram að skattayfirvöld

    voru meðvituð um þennan mun en hann hafi ekki verið mældur né áætlaður af þeim. Þetta

    er að margra mati verulegur áhrifavaldur á muninum í mælingum á framleiðni í íslenskum

    bygginga- og mannvirkjageira.

    2.4.. Tæki og fjárfesting

    Kaup á tækjum og innleiðing á nýrri tækni er hluti þeirra atriða sem huga þarf sérstaklega

    að þegar horft er til framleiðni og framleiðnigetu en fjárfesting á atvinnutækjum er eitt af

    þeim atriðum sem lítið hefur verið af undanfarin ár. Ef horft er til þess hve lítil fjárfestingin

    er þá er það áhyggjuefni hvað varðar framleiðni. Framleiðni og verðmætasköpun í náinni

    framtíð byggjast ekki síst á því að fjármagn sé lagt í þróun nýrra atvinnutækja, tækifæra,

    nýrrar tækni, menntunar, nýsköpunar o.s.frv. Slík fjárfesting mun byggja upp

    framleiðslugetu byggingaiðnaðarins en of lítil fjárfesting í tækni og tækjum mun valda því

  • 12

    að framleiðslugeta framtíðarinnar skerðist. Hagvöxtur á Íslandi hefur um langt skeið verið

    drifin áfram af útflutningi og einkaneyslu en fjárfesting er enn afar lítil í sögulegu

    samhengi. (Frosti Ólafsson, Björn Brynjúlfur Björnsson, Margrét Berg Sverrisdóttir, Marta

    Guðrún Blöndal og Sigurður Tómasson, 2016; Viðskiptaráð 2016a).

    En aukin framleiðni snýst ekki bara um að fjárfesta, að vinna lengur eða að nýta auðlindir

    meira. Aukin framleiðni snýst einnig um betri nýtingu á hráefnum - að ná meiru út úr

    hráefnunum (Viðskiptaráð Íslands, 2016a). Margir hagfræðingar telja að það að auka

    framleiðni sé eini sjálfbæri drifkraftur hagvaxtar og stöðugar umbætur séu lykillinn að

    bættum lífskjörum (Hreggviður Jónsson, 2016; Samtök iðnaðarins, 2015).

    2.5. Menntun

    Geta okkar til að skapa meiri verðmæti í dag en í gær byggist á hæfni, getu og þekkingu

    vinnuaflsins sem aftur byggist að verulegu leyti á gæðum og skilvirkni menntakerfisins.

    Komið hefur fram að menntun er talin grunnforsenda bættra lífsskilyrða (Menntun lykillinn

    að bættum lífskjörum, 2014).

    Þá er afar mikilvægt að bæta menntun og aðgengi að góðum menntaleiðum í bygginga- og

    mannvirkjageira þar sem gætt hefur á skorti á menntuðum iðnaðarmönnum (Bergljót

    Baldursdóttir, 2016).

    Afar miklir hagsmunir eru fólgnir í að menntun og menntakerfið sé í afbragðsgæðaflokki

    og verði hugsað með þarfir atvinnulífs framtíðarinnar að leiðarljósi. Menntun og

    mannauður er einn þáttur takmörkunar sem okkur Íslendingum ætti að vera í lófa lagið að

    mæta með góðum gæðum menntunar og sá liður sem getur ýtt undir framleiðnivöxt.

    Menntun á hæfu starfsfólki er jafnframt mikilvægasta verkefni iðnaðarins. Hún þarf að ná

    til allra sviða byggingageirans og verður stórt skref í átt til framfara og aukinnar verð-

    mætasköpunar (Samtök iðnaðarins, 2016).

    2.6. Áhrif yfirvinnu

    Greiningardeild Arionbanka birti í Markaðstíðindum sínum grein um hvaða áhrif það gæti

    haft að draga úr vægi yfirvinnu á laun fólks og hækka heildarlaun og hvort það gæti verið

    hluti af lausninni. Enn fremur var fjallað um að fjölmargar rannsóknir bendi til þess að

    breyting í þessa veru geti aukið framleiðni og stytt vinnutíma, sem bæði vinnuveitendur og

    starfsfólk gætu hagnast á (Greiningardeild Arionbanka, 2015). Rannsóknir benda til þess

    að framleiðni minnki við mikla yfirvinnu (Thomas, 1992). Nokkrar hagfræðirannsóknir

    benda á þetta og ekki síst í byggingariðnaði sem og öðrum iðnaði (Viðskiptaráð Íslands,

    2016b). Á Íslandi vinna verkamenn í byggingariðnaði og iðnaðarmenn sérstaklega mikla

    yfirvinnu og vinna íslenskir iðnaðarmenn að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en

    kollegar þeirra innan Evrópusambandsins. Því má segja að lífsgæði okkar Íslendinga

    byggist á mikilli vinnu sem þá bætir fyrir litla framleiðni. (Greiningardeild Arionbanka,

    2015).

    2.7. Stærð markaðar og fyrirtækja

    Íslendingar glíma einnig við vandamál sem hrjáir ekki þær þjóðir sem við viljum gjarnan

    bera okkur saman við og má þar nefna sem dæmi óhagræði vegna smæðar þjóðarinnar. Sú

    staðreynd að við erum afar fámenn þjóð vinnur gegn framleiðni á vissum sviðum (Frosti

    Ólafsson o.fl., 2016 ; Sibert, 2009).

  • 13

    Þá hefur rannsókn OECD sýnt að stærð fyrirtækja skiptir miklu máli hvað varðar

    hagkvæmni og framleiðni. Samkvæmt greiningu OECD á framleiðni vinnuafls eftir

    stærðum fyrirtækja þá er allt að 58% aukning á framleiðni á milli fyrirtækja sem eru með

    undir 50 starfsmönnum og þeirra sem eru með yfir 250 starfsmenn mælt í þús. USD á

    starfsmann 2010 miðað við meðaltal OECD ríkja. (OECD, 2014; Viðskiptaráð Íslands,

    2016b).

    Augljósasta áskorunin sem smæðin skapar er takmörkun á stærðarhagkvæmni (e.

    economies of scale). Í mörgum atvinnugreinum er hægt að draga verulega úr

    framleiðslukostnaði hverrar einingar með fjárfestingu í tækjabúnaði, innviðum og kerfum.

    Eftir því sem markaðir stækka aukast líkurnar á því að slíkar fjárfestingar borgi sig og

    sköpuð verðmæti á hvert stöðugildi aukast (Ariffin, Sulaiman, Mohammad, Yaman og

    Yunus, 2016; Myers, 2013).

    Mynd 1. Framleiðni eftir stærð fyrirtækja (Frosti Ólafsson o.fl., 2016)

    2.8. Landsframleiðsla

    Hinn alþjóðlegi mælikvarði á framleiðni er aftur á móti landsframleiðsla á hverja unna

    vinnustund. Á þeim mælikvarða erum við undir OECD meðaltali og höfum verið um

    nokkurt skeið. Íslendingar vega það þó upp með löngum vinnutíma og við náum þannig

    fram viðunandi árangri í samanburðinum við nágrannaþjóðirnar (Viðskiptaráð Íslands,

    2016a).

    Viðskiptaráð hefur bent á að landsframleiðsla á hvern vinnandi mann á Íslandi sé vel yfir

    meðaltali í samanburði við ESB ríkin og mjög svipuð hinum Norðurlöndunum að Noregi

    undanskildum. Sé aftur á móti litið til landsframleiðslu á hverja unna vinnustund, þá lítur

    málið allt öðruvísi út en þar hefur Ísland lengi verið eftirbátur hinna Norðurlandanna og

    jafnframt undir meðaltali OECD og meðaltali ESB (Frosti Ólafsson o.fl., 2016;

    Viðskiptaráð Íslands, 2016a).

  • 14

    Mynd 2. Landsframleiðsla á vinnustund og Landsframleiðsla á mann. Heimild: OECD

    2.9. Stjórnun, eftirlit og skipulag

    Í Kanadískri rannsókn sem gerð var af Institute for Research in Construction kemur fram

    að „Gæði eftirlits, stjórn aðfanga, skipulag vinnustaðar og á vinnustað, byggingarhæfi og

    breytingastjórnun séu þeir þættir stjórnunar sem skipta hvað mestu máli sem áhrifavaldar

    við framleiðni á byggingarstað. (S.P. Dozzi og S.M. AbouRizk, 1993).

    Þá hefur verið bent á að fjölmargir aðrir þættir geti haft veruleg áhrif á framleiðni fyrirtækja

    þar má nefna regluverk, fákeppni og skort á nýsköpun (Guðrún Ingvarsdóttir, 2015; Frosti

    Ólafsson o.fl., 2016). Nokkuð er um að aðalverktakar og þróunaraðilar fái oft

    undirverktaka sem kallar oftar en ekki á enn meiri kröfur um gott skipulag og nýleg lög

    sem samþykkt voru á alþingi um keðjuábyrgðir munu velta meiri ábyrgð á aðalverktaka

    varðandi framgang og gæði. Þá má ekki láta hjá líða að geta þeirrar hefðar sem ríkt hefur

    hér á landi en það er að verk eru boðin út í mörgum verkáföngum og í raun ótrúlega fá verk

    boðin út í heild sinni eða alverki. Þetta skapar bæði slaka framvindu, ágreining um skil

    verkþátta og mörg flækjustig sem minnka framleiðni (Sigurður Rúnar Birgisson, 2013).

    2.10. Annað

    Þá hefur fjöldi fagaðila bent réttilega á að hönnunargallar og framkvæmdagallar valdi

    verulegum töfum á Íslandi og í nýlegri rannsókn kemur fram að „umfang byggingagalla er

    umtalsvert þar sem gögn vátryggingarfélaga og dómsmála benda til þess að tilkynnt hafi

    verið um galla eða tjón í að meðaltali einni af hverjum þrettán fasteignum á því tímabili

    sem könnunin tók til“ þá er bent á að í þeim fjölda er ekki sá fjöldi sem seljandi og kaupandi

    semja um og eru ekki tilgreind (Sigurður Rúnar Birgisson, 2013; Ragnar Ómarsson, 2017).

    Höfundur telur að gera þurfi frekari rannsóknir á þætti hönnunar- og framkvæmdagalla og

    kanna umfang þeirra sérstaklega á Íslandi.

    Íslendingar hafa löngum þótt hamhleypur til verka en raunin er sú að framleiðni á Íslandi

    er mun lakari en í nágrannalöndum okkar. Háa landsframleiðslu Íslands á hvern íbúa má

    að miklu leyti rekja til meiri atvinnuþátttöku og lengri vinnutíma en þekkist í flestum

    öðrum löndum. Það er því ljóst að mörg tækifæri eru í því fólgin að auka framleiðni

    íslenskra fyrirtækja.

  • 15

    3. Aðferð

    3.1. Áskorunin Hér hefur verið rakið að framleiðni í byggingariðnaði er um fimmtugi lægri hér á Íslandi

    en í nágrannalöndunum og nálægt 50% lægri en í Noregi í nokkrum lykilverkþáttum við

    smíði fjölbýlishúsa. Hér er um að ræða óútskýrðan mun og áskorun verkefnisins er að leita

    skýringa á þessum mun.

    Í viðtali við Dr. Þórólf Mattíasson um rannsóknarritgerð Ævars Rafns kom jafnframt fram

    að vísbendingar gefi til kynna að framleiðni hjá íslenskum iðnaðarmönnum sem hafa

    starfað í Noregi eftir efnahagshrunið sé verulega hærri þar en hér og að sennilegasta

    skýringin sé að skipulag á vinnustöðunum sé betra þar en hér (Vísir, 2016). Gætt var

    sérstaklega að þessu atriði í viðtölum við þá sem rætt var við en gera má ráð fyrir að nokkur

    munur verði á afstöðu manna til þátta eins og dugnaðs, skipulags, skuldbindinga og þeirra

    atriða sem snúa að mannlegum þáttum starfsseminnar og ekki verður skýrt út með skorti á

    tækjum og aðföngum - svo dæmi séu nefnd.

    Því fylgir töluverð áskorun að svara hvers vegna þessi munur er milli íslensks og erlends

    bygginga- og mannvirkjageira, einnig að reyna að varpa skýrara ljósi á hvað er mælt í

    framleiðnimælingum og hvernig og að lokum að leitast við að finna líklegar skýringar með

    viðtölum við aðila í geiranum.

    Viðtöl voru tekin við fagaðila sem koma sem víðast úr geiranum til að fá sem gleggsta

    mynd af sem flestum sviðum hans og virðiskeðjunni . Þannig var leitað til aðila með það

    að leiðarljósi að gefa sem breiðast sjónarhorn á þá staði í framleiðslunni þar sem framleiðni

    mætti hugsanlega bæta. Þar voru meðal annars:

    Greiningaraðilar-hagsmunasamtök Hönnun Fyrirtækjaeigendur Stjórnendur Iðnaðarmenn Verkamenn

    Hagfræðingur SI Arkitekt Einyrki Verkstjóri meðal Smiður Almennur

    Hagfræðingur Tæknifræðingur Húsasmiður (3) Áætlanir innkaup Pípari

    Fjárm.verkfræðingur Bygg.fræðingur Forstjóri (70)

    Gæðastjóri SI

    Ljóst er að til að ná meiri skerpu í líklegar ástæður þess að framleiðni er minni hér er en í

    nágrannalöndunum í þjónustugreinum eins og bygginga- og mannvirkjagreinum þarf að

    ráðast í viðamiklar rannsóknir á orsökum. Þó telur höfundur að með viðtölum við þessa

    breidd viðmælenda úr geiranum og við aðila sem raunverulega láta þessi mál sig varða þá

    eigi að vera hægt að draga fram margar líklegar skýringar. Þá skiptir líka máli í viðtölunum

    að fá aðila til að líta í eigin barm og tala um sitt sérsvið og forðast að benda á aðra sem

    skýringu. Hversu vel það gengur mun skýrast í viðtölunum.

    3.2. Val á rannsóknaraðferð Þegar verkefnið var loks skilgreint voru skoðaðar helstu rannsóknaaðferðir sem gætu

    hentað verkefninu og gætu dregið fram þær áherslur sem leitað var eftir. Lögð var áhersla

    á að finna rannsóknaraðferð sem gæti þróað samtölin við viðmælendurna sem þekkja

  • 16

    atvinnugreinina og geta miðlað þekkingu sinni. Með samtölum er leitast við að finna

    líklegar skýringar á hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á framleiðni í greininni.

    Tilgangurinn var jafnframt að forgangsraða og setja vægi á þá þætti sem voru nefndir. Eftir

    töluverða umhugsun og samráð við bæði leiðbeinendur og rannsóknaraðila sem notað hafa

    valda rannsóknaraðferð þá var ákveðið að nálgast verkefnið með umbótamiðaðri rannsókn

    (e: participatory action research) eða PAR. PAR er eigindleg rannsóknaraðferð og byggir

    á viðtölum. PAR hefur þá sérstöðu innan eigindlegrar aðferðafræði að rannsakandinn og

    þýði (í þessu tilfelli viðmælendur, einn eða fleiri í hóp) taka þátt í mati og breytingarferli

    eftir því sem rannsókn vindur fram í samtalinu. Rannsóknin dregur fram í dagsljósið þær

    áherslur sem safnast upp í samtalinu og beinir rannsókninni áfram. Þannig hefur sá sem

    stýrir rannsókninni að einhverju leyti stjórn á hvernig rannsókninni miðar eftir greiningu á

    samtölum við viðmælendur. PAR-aðferðafræðin hefur þannig að markmiði að stuðla að

    breytingum með notkun sameiginlegrar þekkingar viðmælanda sem breytingarafls (Denzin

    og Lincoln, 2007).

    Tilgangur þess að nota PAR er tvíþættur. Annars vegar er tilgangurinn sá að draga fram

    þau atriði sem hægt er að nýta til að stuðla að breytingum í bygginga- og

    mannvirkjageiranum með hliðsjón af niðurstöðu viðtalanna og hins vegar rannsókn sem

    ætlað er að auka skilning á vandamálinu af hverju framleiðni er minni á Íslandi en í

    nágrannaríkjunum.

    Byrjað er á því að greina vandamál í þeim aðstæðum sem til skoðunar eru sem í þessu

    tilfelli er lág framleiðni. Þegar fyrsta greining viðmælanda liggur fyrir eru gögn sem ýmist

    styðja eða styðja ekki greininguna skoðuð og þannig er þekkingin dýpkuð. Með þessu

    verða til vísbendingar um þau atriði sem þarf að breyta og hvert sú breyting mun leiða. Þá

    er skoðaður listi af mögulegum öðrum skýringum og hann metin út frá fyrri niðurstöðu.

    Mikilvægt er að hafa gagnaöflun sem víðtækasta og hún mun þróast af rannsakanda og

    viðmælendum eftir aðstæðum og hentugleika hverju sinni. Mikilvægt er að skráning í

    viðtölum sé skýr og reynt að nálgast viðfangsefnið frá ólíkum hliðum (Dickens og

    Watkins, 1999).

    3.3. Viðtölin Í undirbúningi viðtala voru búin til tvö skýringarblöð. Annars vegar skýringablað með

    þremur fyrirliggjandi skilgreiningum á grunnhugtakinu framleiðni, til að allir viðmælendur

    hefðu sama skilning á því. Þá var rætt almennt um skoðun viðmælandans á hugtakinu og

    leitað eftir því hvað það væri sem viðmælandinn teldi vera líklegar skýringar á muni á

    framleiðni á Íslandi og í öðrum löndum. Þekking og skoðanir viðmælanda voru ræddar og

    þau atriði sem hann taldi að gætu haft áhrif á framleiðni (fylgiskjal 1 í viðauka). Þegar leið

    á viðtalið og viðmælandinn hafði ekki lengur tillögur að skýringum var tekið fram

    samantektarblað á atriðum sem komið höfðu upp í fyrri samtölum sem og skýringar úr

    fræðilega kaflanum (fylgiskjal 2 í viðauka). Var þetta gert til að örva umræðuna og kanna

    hvaða viðbótarskýringar og hugsanleg ný sjónarhorn kæmu fram.

  • 17

    4. Niðurstöður og umræður

    Leitað var til 15 einstaklinga og þeir beðnir um að veita viðtöl um málefnið. Var það

    auðsótt mál. Hér á eftir verður farið yfir helstu svör og fjallað um þau í þemum þar sem

    reynt verður að draga saman líka liði og flokka og einnig koma áherslum aðila fram.

    Nokkur munur var á svörum aðila og er það hluti niðurstaðna verkefnisins að svarendur

    leita gjarnan skýringa eftir því hvar starf þeirra er statt í virðiskeðjunni. Þannig var lýsandi

    að þegar rætt var við hagfræðinga var skýringanna oftar að leita í þáttum eins og sveiflum

    í hagkerfinu, stærðar fyrirtækja og fákeppni. Einyrkjar og iðnaðarmenn töluðu hins vegar

    um skipulag, mikla yfirvinnu, slaka hönnun, lág laun og undirbúning og fyrirtækjaeigendur

    bentu á menntunarskort, agaleysi, skort á vinnuafli og áþekk atriði.

    Þemu

    Til að reyna að fanga það sem fram fór í viðtölunum verður innihaldi þeirra skipt í fjóra

    flokka. Í fyrsta lagi hagkerfis- og rekstrarlega þætti, laun og tæki. Í öðru lagi stjórnun og

    skipulag verkefna, yfirvinnu ásamt menntun og þekkingu. Í þriðja lagi atriði eins og aga,

    viðveru, hráefni og galla í framkvæmdum. Í fjórða lagi atriði eins og veðurfar (með

    snjómokstri), erlent vinnuafl sem kallar til dæmis á hættu á misskilningi milli aðila og

    ámóta þætti sem snúa oft að umhverfi geirans og hafa oft veruleg áhrif. Hafa ber í huga að

    þessi skipting eða flokkun er höfundar og er fremur gerð til að ná utan um lagskiptingu en

    að gera flokkunarkerfi.

    Yfirbragð

    Þá er mikilvægt að greina frá heildaryfirbragði samtalanna og niðurstaðna þeirra. Þar má

    fyrst nefna að flestir viðmælenda voru mjög meðvitaðir um umræðuna um að Íslendingar

    vinni meira en afkasti minna en aðrir. Voru flestir þeirra að mörgu leyti sammála því og

    töldu að aðilar í byggingaiðnaði gætu gert betur og afkastað meiru. Voru þó margir á því

    að ekki væri nægjanlega mikið að marka þær mælingar sem gerðar hafa verið þar sem

    aldrei hefur verið gerð rannsókn á þessu hér á Íslandi, ekki hafi verið gerð

    samanburðamæling og margar sértækar aðstæður hér á landi sé ekki að finna annarsstaðar

    og undirstrikar mikilvægi rannsókna á þessum þáttum á Íslandi.

    Flokkar

    Ef við skoðum fyrst þau atriði sem rætt var um og sett eru í flokk nr. 1 þá var þar rætt um

    hagræna þætti og atriði sem oft stýrast af efnahagsumhverfi landsins eins og sveiflur í

    hagkerfinu, stærð fyrirtækja og fákeppni, rekstrarlega þætti, laun og tæki og framsetning á

    kosnaðarþáttum vegna vsk. endurgreiðslna. Þarna voru einnig atriði eins smæð hagkerfis,

    óstöðugleiki, regluverk, samfella í verkefnum, virðisaukaskattsreglur, fjárfestingargeta, og

    þessháttar atriði. Margir viðmælenda í þessum hópi hafa mikla þekkingu á öllum þessum

    þáttum og höfðu á takteinum nýlegar rannsóknir eða annað sem sýndu svo ekki var um

    villst að þessir þættir hefðu veruleg áhrif á framleiðni fyrirtækja. Aðeins var komið inn á

    að hve miklu leyti þessi atriði gætu skýrt heildarmuninn á framleiðni og komu nokkrar

    ágiskanir en engin vildi nefna vægi þeirra á heildina.

    Það er þó tilfinning höfundar að þessi atriði hafi verulegt vægi og nauðsynlegt sé að

    rannsaka það og mæla.

  • 18

    Það verður ekki fjölyrt um það hvaða áhrif þessir þættir hafa á rekstur fyrirtækja. Að mörgu

    leyti eru þetta grunnur að því að fyrirtæki lifa og dafna og að hægt verði að skapa öflugan

    iðnað sem sé samkeppnisfær og samanburðarhæfur við önnur lönd.

    Í flokki tvö er stjórnun og skipulag verkefna, yfirvinna eða lengd vinnuviku ásamt

    menntun, tæknistigi, aðlögun vinnuafls, starfsmennaveltu og þekkingu. Þetta eru atriði sem

    gjarnan eru á ábyrgð rekstraraðila og stjórnenda í byggingageiranum. Þessi atriði voru oft

    nefnd í samhengi og fram kom hjá nokkuð mörgum viðmælendum að verulegur skortur

    væri á stjórnendanámi hér og slök stjórnunarhefð væri vandamál í geiranum.

    Þá kom fram að skipulag á vinnustöðum sé verulega ábótavant og t.d. tilfærslur á efnum

    með tilheyrandi skemmdum væri ótrúlega stór þáttur í töfum og illa nýttum vinnustundum,

    hráefnastjórnun væri engin, skipulagðir frálegsstaðir og vörumóttaka óskipulögð og fl.

    Töldu langflestir viðmælendur að skortur væri á virðingu fyrir stjórnun og stjórnendum og

    sama gilti gagnvart eftirliti og úttektum. Menn teldu sig oft vita betur og gerðu hluti

    öðruvísi en til væri ætlast og jafnvel fyrirliggjandi hönnun segði fyrir um og gerði það að

    verkum að endurtaka þurfti verkþætti, breyta þeim eftir á og fleira. Þá var það mat

    viðmælenda að í íslensku atvinnulífi ríkti mikill „stjórnunarótti og eftirlitsótti“ það er að

    bæði stjórnendur og eftirlitsmenn þora ekki almennilega að beita sér á vinnustöðum.

    Almennt var álit viðmælenda að fagþekking væri ásættanleg en þó væri skortur á reynslu

    nýútskrifaðra, bæði hjá iðnaðarnemum sem og tækni-, verk og arkitektum og æskilegt væri

    að efla verknám þeirra áður en þeir væru sendir á vinnustaði. Nánast allir viðmælendur

    ræddu áhrif yfirvinnu og lágra launa. Þar kom fram nokkur þekking á áhrifum yfirvinnu og

    að lengri vinnudagar kölluðu á lakari afköst. Kom fram hjá einum viðmælanda að þegar

    efnahagshrunið skall á þá var á hans vinnustað ákveðið af stjórnendum að hætta strax allri

    yfirvinnu og að setja alla áherslu á endurskipulagningu verkefna og að reyna að segja

    engum upp en sníða hverju verkefni stakk eftir vexti. Niðurstaðan hjá þeim við þetta varð

    sú að framleiðni óx um tæp 18%, skilvirkni óx og viðvera atarfsmanna óx verulega á

    vinnustað. Þegar síðar var rætt um hvort hægt væri að greiða bónusa eða vinna í

    uppmælingu buðu eigendur upp á framlegðarbónus í árslok og varð það til þess að greiddur

    var nánast fullur 13. mánuðurinn. Þannig var til þess litið að það væri geta hjá fyrirtækinu

    að greiða framleiðnibónus eftir afkomu ársins. Var það mat viðmælandans að þarna hefði

    helst haft áhrif að yfirvinnu var hætt og þannig hafi menn mætt ferskari til vinnu á

    morgnana, starfsmenn höfðu áhyggjur af framfærslu sinni og afkomu og unnu hraðar og

    betur og meiri tími gafst hjá stjórnendum til að skipuleggja verk.

    Í þriðja flokknum er reynt að draga saman atriði eins og aga, viðveru á vinnustað, hráefni

    eða skort á vönduðu hráefni og fjölbreyttara úrvali og galla í hönnun og framkvæmdum.

    Er í þessum flokki atriði sem telja má til starfsanda, hönnunar og aðfanga. Alltof margir

    viðmælenda sögðu sögur af "skreppandi" iðnaðarmönnum (BYKO ferðasögur). Mjög

    margir sögðu sögur af verkum sem byrjað var á en síðan var rokið í burtu og komið aftur

    löngu síðar. Þetta þótti mesti vansi í geiranum. Þá var viðmælendum tíðrætt um að gallar í

    bæði hönnun og framkvæmdum sem kölluðu á endurtekningar og lagfæringar sem kostuðu

    ótrúlega langan tíma í vinnu s.s. múrbrot, gataplön hunsuð, staðsetningar á efnisþáttum og

    þessháttar ásamt tilfæringum á efni á byggingarstað. Þessir þættir eru taldir eiga að stórum

    hlut sök á lágri framleiðni á framkvæmdastað. Kom fram að bæði var um að ræða að

    hönnun var ekki lokið, hún ekki fullnægjandi og einnig að ekki var farið eftir þeirri hönnun

    sem lá fyrir. Þar væri aftur og aftur því um að kenna að virðing fyrir faginu væri oft lítil,

  • 19

    menn væru aftur og aftur að telja sig vita betur en aðrir, menn væru "besservisserar" og

    tækju ekki tali og bæru ekki virðingu fyrir skipunum.

    Fjórði og síðasti flokkurinn tekur síðan til þátta sem eru í umhverfi geirans eða

    utanaðkomandi ástæður. Þarna er átt við hluti eins og veðurfar (umhleypingar, snjór á

    vinnusvæði, rok og kuldi), hættu á misskilning milli aðila vegna tungumála og ólíkra

    byggingarhefða. Þarna voru líka nefndir hlutir eins og lóðaskortur og græðgi

    framkvæmdaraðila en ekki var skýrt frekar hvernig þau atriði höfðu áhrif önnur en að

    biðtími myndaðist milli framkvæmda vegna lóðaskorts og þann tíma eru starfsmenn í vinnu

    en engin framleiðni á meðan. Þá var nefnd fákeppni á efnismarkaði og verðsamráð, vextir

    sem pressa menn í framkvæmdir án þess að hönnun liggi fyrir, vöntun á vinnuafli, litlar

    nýjar tækniinnleiðingar og engin fjöldaframleiðsla. Ekki er með nokkru móti hægt að

    leggja mat á hve mikil áhrif þessir þættir hafa en þó virðist vera augljóst að mörg þau atriði

    sem nefnd voru geti haft töluverð áhrif. Ætti að vera nokkuð augljóst hversu mikilvægt það

    er að framkvæmd sé vel hönnuð og skipulag skýrt og hnitmiðað til að ná að lágmarka tjón,

    bið og endurtekningar sem þá myndi auka framleiðni að sama skapi.

    Ytri, innri og ómælanlegar breytur

    Skoðun á mögulegum þáttum og breytum sem komu fram í viðtölunum leiddi í ljós að

    nokkuð margar skýringar gætu legið að baki þó þær séu misstórar og gætu haft mismikil

    áhrif. Hér fyrir neðan er reynt að draga sérstaklega þau atriði sem komu fram í viðtölunum

    saman og endurraða eftir því hvort um væri að ræða innri breytur, breytur sem hægt er að

    laga í greininni sjálfri, ytri breytur,sem eru þættir sem koma utan frá og hafa áhrif, og loks

    ómælanlegar breytur sem erfitt er að sýna fram á hversu mikil áhrif hafa en að hafi áhrif

    og jafnvel mikil áhrif á framleiðni. Gerður var jafnframt listi yfir flest þeirra hugtaka sem

    komu fram í viðtölunum, í heimildum og gögnum sem höfundur skoðaði. Heildarlistinn er

    í viðauka, fylgiskjal 3.

    Í töflunni eru þau atriði sem oftast voru nefnd stækkuð og gerð feitletruð og þau sem voru

    oft nefnd eru feitletruð og svo koll af kolli og þau sem komu sjaldan fyrir eru ljósgrá.

  • 20

    Ytri breytur Ómælanlegar

    breytur Innri breytur

    Veðurfar Siðferði Lítil nýsköpun

    Hagsveiflur Leti ( bykoferðir) Engin fjöldaframleiðsla

    Regluverk Eftirlit hagaðila

    Lóðaskortur Skilningsleysi yfirvalda Vöntun á vinnuafli

    Vextir Græðgi Skipulag á vinnustað

    Efnisverð fákeppni Viðhald húsnæðis ekki

    mælt í vinnustundum Verkstjórn

    Sérhagsmunir stofnana Fjöldi tungumála á

    vinnustað Besservisserar

    Ríkið í samkeppni Dauður tími um 65 - 70% Ónóg tækniþekking

    Fjármögnun ruglingsleg Mannabreytingar Nýjustu aðferðum ekki

    beitt

    Misjafnar mælingar milli

    landa Gæðahugsun

    Lengd vinnutíma

    (yfirvinna) Kröfur ( gæðakerfi og fl) Áhyggjur af atvinnuleysi Smæð fyrirtækjanna

    Fákeppni Fagvitund Öryggismál

    Hráefni Þetta reddast hugarfar Ný tæki og tækni

    Menntun Sérhæfingarleysi Vöntun á sérhæfingu

    Hvati til nýsköpunar Heildsalar Lág laun

    Smæð þjóðarinnar Braskarar Stefnumótun

    VSK reglur Ekkert framleiðninám mikil yfirvinna Skortir gæðahugsun Sala hefst of snemma Hönnunargallar

    Verklagsreglur Dugnaður Framkvæmdagallar

    Hefð fyrir undirverktöku Skuldbinding Stjórnunarótti

    Rangar mælingar á framleiðni Skipulag Eftirlitsótti

    Álagning á efni Áætlanagerð Of dýr fjármögnun Eftirfylgni

    Ónóg tölfræði Gæðakerfi

    Lítil uppmæling Vantar kaupaukakerfi Hönnunargallar

    Stöðuleiki í hagkerfinu Mikið ófaglært starfsfólk

    Tafla 1 Ábendingar úr viðtölum

    Allar þessar breytur og fleiri sem ekki hafa verið nefndar hér hafa áhrif á framleiðni og

    spurningin er hvaða breytur vantar og hversu áhrifamiklar þær eru? Það er þó mat höfundar

    að ef ráðist yrði í lagfæringar á nokkrum þeirra atriða sem nefnd eru hér og ráðist yrði í

    raunhæfar mælingar sem gæfu réttari mynd og ekki væru trufluð af t.d. skattalegum

  • 21

    áhrifum og fl. þá væri hægt að hækka framleiðni á Íslandi í bygginga- og mannvirkjageira

    verulega.

    Viðmælendur nefndu oft skort á stjórnun og skipulagi bæði í undirbúningi, hönnunarfasa

    og framkvæmdum. Þar var ýmislegt nefnt, bæði hvað varðar að stjórna og einnig að taka

    fyrirmælum og vinna samkvæmt þeim. Þá kom oft fram að mjög fáar áætlanir eru að öllu

    jöfnu unnar fyrir framkvæmdir og oftar en ekki byrjað á framkvæmdum án þess að

    fullnaðarhönnun liggi fyrir. Margur skyldi ætla að þar sem krafa er gerð um að allri hönnun

    skuli skilað fyrir framkvæmdaleyfi þá virðist staðan sú að hönnunin tekur oft verulegum

    breytingum á framkvæmdatíma.

    Þá var nefnt að hér séu áætlanir notaðar til að pressa framkvæmdir áfram og frá upphafi

    séu þær óraunhæfar og rangar og gefi villandi mynd af framkvæmdaferlinu og til þess gert

    að „reka á eftir“ vinnuaflinu. Þá voru nefndar fjölmargar aðrar breytur sem draga úr

    afköstum og var m.a. nefnt að hér á landi tíðkast að þegar fyrstu íbúðir í fjölbýli eru sem

    næst tilbúnar þá eru þær afhentar nýjum eigendum. Þetta er gert til að draga úr þörf á

    lánsfjármagni sem kostar milli 12-14% af heildarkostnaði byggingarinnar. Árekstrar milli

    milli nýrra íbúa og starfsmanna eru algengir einkum í sambandi við flutninga, bílastæði,

    hávaða, sem skapar bæði mikla fyrirhöfn og tefur verk. Þá kom fram að skapa þarf skýrari

    fundamenningu á vinnustöðum. Oft er verið að funda með öllum starfsmönnum um hluti

    sem varða bara lítinn hluta hópsins í stað þess að funda markvisst aðeins með þeim

    starfsmönnum sem mál varða. Þá var töluvert rætt um biðtíma og að hópar séu fluttir milli

    verka vegna þess að efni er ókomið eða ekki tilbúið og kosti þetta mikinn tíma og bið og

    skapi óánægju.

    Þá kom ítrekað fram að hönnunar- og framkvæmdagallar teljast sá þáttur á verkstað sem

    taki bæði verulegan tíma og hækki kostnað. Telja má að fyrrnefndur þáttur ásamt

    stjórnunar- og skipulagsleysi eigi stærstan þátt í framleiðniskorti á framkvæmdastað.

    Í viðtölunum voru aðilar að líta bæði til almennra skilyrða sem bygginga- og

    mannvirkjageirinn býr við og einnig síns starfsumhverfis. Ekki var tilhneiging viðmælenda

    til að líta framhjá því sem hver og einn vann við og ekki leitað að sökudólgum annarsstaðar.

    Í alla staði voru viðmælendur faglegir og lausnamiðaðir, bentu á úrbætur og ræddu málin

    frá víðu sjónarhorni. Þá vöktu margir viðmælendur athygli á hversu mikilvægt það væri

    þeim að standast allan samanburð og þannig gáfu þeir til kynna þann metnað sem býr í

    greininni.

    Næstu skref

    Það sem komið hefur fram í viðtölum og úr heimildaöflun kristallar að þörf er á mun

    viðameiri rannsókn til að draga fram hver hin raunverulega staða er varðandi framleiðni í

    bygginga- og mannvirkjageira. Ekki verða á þessu stigi gerðar tilraunir í rannsókninni til

    að leggja mat á vægi hvers þáttar né að forgangsraða þeim atriðum sem hér hafa komið

    fram.

    Hér á undan hefur verið dregið saman hvaða þættir hafa mögulega áhrif og hvar þeir hafa

    áhrif. Ekki er ólíklegt að það vanti einhverja þætti sem hafa áhrif en er það mat höfundar

    að hér sé búið að lista upp og leggja drög að mati á mjög marga og líklega þætti sem eru

    áhrifavaldar á slakri framleiðni í bygginga- og mannvirkjaiðnaði á Íslandi. En á þeim

    atriðum sem eru núna fyrirliggjandi þarf að gera eftirfarandi að mati höfundar.

  • 22

    Fyrst þarf að koma af stað „case study“ verkefni þar sem ráðist verður í raunrannsóknir á

    framkvæmdum á byggingarstað til að bera saman við framkvæmdarannsóknir gerðar í

    öðrum löndum. Tímamæla atriði eins og innanhúsframkvæmdir, innréttingauppsetningar

    og frágang ýmiskonar. Þá þarf að skoða og meta hver heildarþýðing hagsveifla og

    efnahagslegs stöðuleika, smæðar hagkerfisins, hið háa hlutfall smárra fyrirtækja ásamt stífu

    regluverki með íþyngjandi leikreglum er raunverulega á framleiðni í geiranum. Skerpa þarf

    á ábyrgð aðila og losa geirann við eftirlit sem enga ábyrgð ber. Þá þarf að gera könnun á

    hversu stóran þátt VSK reglur hafa og hvort framkvæmdaaðilar séu að ýkja vinnuliðinn um

    2% eða 10% og hafa þannig áhrif á „fjölda vinnustunda“ unna á verkstað til að hækka

    endurgreiðslur hans á kostnað annarra þátta eins og efnis. Einnig má skoða hvort ekki megi

    koma á hagrænum hvötum þar sem augljós ávinningur er af stærri og burðugri fyrirtækjum

    þar sem markaðurinn stækkar hægt.

    Í rannsókn á framkvæmdastöðum má skoða með einföldum hætti vinnustaðamenningu og

    gildi skipulagningar og stjórnunar sem og að kanna stöðu fjárfestingar fyrirtækja í nýjum

    tækjum og tækni við framkvæmdaþætti.

    Ráðast þarf í endurskoðun á menntakerfi í bygginga- og mannvirkjagreinum. Ljóst er að í

    dag eru þröskuldar á menntaleið fólks með iðnmenntun sem vill fara í verkfræði eða aðrar

    tæknigreinar á háskólastigi.. Áður er nefnt að nokkrar leiðir bjóðast til áframhaldsnáms

    að loknu iðnnámi á fagbrautum byggingagreina. Ekkert af því námi er metið til

    framhaldsnáms í iðnfræði, frumgreinadeildum eða öðru námi. Hvorki meistaraskólinn né

    nám í byggingastjórn er ekki metið til eininga í áframhaldandi nám. Frumgreinadeildir

    bjóða ekki stúdentspróf og verður nemandinn að fara í einhvern framhaldsskóla og ljúka

    viðunandi einingafjölda til að fá frumgreinadeildina metna upp í stúdentspróf. Þannig

    hækkar flækjustig þeirrar leiðar sem iðnnemi þarf að fara til að komast í tækniháskólanám.

    Við athugun á námsskrám kemur í ljós aðstjórnun, skipulag, áætlanagerð og þessháttar

    atriðum verulega ábótavant í náminu.

    Skoða þarf með hvaða hætti hægt er að minnka þátt yfirvinnu í geiranum. Sú staðreynd að

    Íslenskir iðnaðarmenn vinni allt að 26 fleiri yfirvinnustundir en kollegar þeirra innan EU

    og að yfirvinna leiði til lækkandi framleiðni hlýtur að vera ákall um að reynt verði að skapa

    grundvöll fyrir ákvæðisvinnu og 8 stunda vinnudag þar sem það sýnir sig að það bæti afköst

    og auki framleiðni.

    Finna þarf jafnframt leiðir til að minnka líkur á hönnunar- og framkvæmdagöllum. Þar eru

    áskoranir margar en undanfarin ár hefur verið unnið af opinberum aðilum tilraunir til að

    innleiða nýjar aðferðir við hönnun sem kallast BIM. Þar fer hönnun mannvirkja fram með

    gerð rafræns líkans af byggingunni og er hægt að gera margskonar villupróf áður en

    framkvæmd hefst. Þessi aðferð og tækni hefur verið notuð í mörg ár erlendis en illa gengið

    að fá íslenskan byggingageira til að taka þetta upp á sína arma (það er bara of mikið að

    gera). Framkvæmdasýsla ríkisins hefur notað þessa aðferð við tvær framkvæmdir þ.e.

    Fangelsið á Hólmsheiði og Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ með mjög góðum árangri.

    Með innleiðingu á aðferðum sem þessum og notkun er hægt að minnka verulega hönnunar-

    og framkvæmdagöllum. Þá er til margskonar hugbúnaður og tölvuforrit sem nota má við

    alla stjórnun t.d. efnisstjórnun, áætlanagerð fyrir mannafla, aðföng og tíma. Allt þetta

    myndi hjálpa en það virðist þurfa algjöra hugarfarsbreytingu, mennta fleiri verkefnisstjóra

    eða treysta næstu kynslóð til að breyta verklaginu.

    Í viðtölunum komu einnig fram margar skýringar sem í fyrstu hljóma lítilmótlegar en þegar

    betur er að gáð gætu skipt nokkuð miklu máli. Þarna má nefna veðurfar en er einhver munur

  • 23

    á veðri á Íslandi og í Norður-Noregi? Stutta svarið er nei en þegar betur er skoðað þá segja

    þeir sem þar hafa unnið að ekki séu eins miklir umhleypingar þar og hér, þá eru Norðmenn

    farnir að tjalda með stórum segldúksskemmum yfir heilu byggingastaðina þannig að þeir

    eru búnir að átta sig á áhrifum veðurs á sínum byggingastöðum og farnir að grípa til

    aðgerða. Þá var nefnt að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið viðvarandi lóðaskortur,

    langflestar framkvæmdir undanfarinna ára hafi verið í þegar byggðum hverfum og þær

    framkvæmdir gangi oftar en ekki töluvert hægar en í jöðrum byggðarinnar.

    Ekki má heldur láta hjá líða að nefna að mjög lítil fjöldaframleiðsla er hérlendis á

    byggingarhlutum og í samtali við einingaframleiðanda kom fram að endurtekning er lítil,

    sama „húsið“ er sjaldan gert tvisvar eða óbreytt sem gerir alla framkvæmdina óskilvirkari.

    Mæling á framleiðni var einnig gagnrýnd þar sem vægi viðhaldsverkefna í mælingum á

    landsframleiðslu er ekki mælt. Kom fram að á árunum eftir hrun var engin framleiðsla á

    nýju húsnæði og nánast öll vinna sem framkvæmd var hafi verið viðhaldsverkefni en eins

    og fram kom er landsframleiðsla á hverja unna vinnustund og mælir hversu mikið er

    framleitt af tilbúnum vörum og þjónustu. Gerð var fyrirspurn til viðskiptabankana og til

    Seðlabankans um hversu stórum upphæðum hafi verið varið í viðhald á ári eftir hrun og

    kom í ljós að engar samantektir væru til um slíkt, engar upplýsingar voru til í bönkunum

    og ekki hægt að flokka þær þannig að ljóst er að mikið er óunnið til að geta svarað

    grundvallarspurningum eins og þeim sem hér var bent á.

    Þá telur höfundur að atriði eins og fjöldi erlends vinnuafls geti verið bæði nokkuð óþekkt

    stærð, það eykur flækjustig á vinnustað og í framkvæmdum vegna t.d. tungumála,

    menningarmunar, munar á aðferðum við framkvæmdir milli landa og fleiri þátta. Þá má

    ekki líta fram hjá því að oft kemur með erlendu vinnuafli ný þekking og nýjar aðferðir sem

    hjálpa við innleiðingu tækninýjunga hér á landi. Margt í ytra umhverfi byggingastaða

    breytist líka með tilkomu erlends vinnuafls en þar má nefna að mikill vilji er hjá erlendu

    vinnuafli að vinna fleiri daga í viku enda hingað komið á „vertíð“ til að afla sér tekna.

    Síðan verður ekki komist hjá umræðu um framleiðni á Íslandi án þess að ræða launakjör í

    bygginga- og mannvirkjageiranum. Laun eru hvati starfsmanna til góðra verka. Ísland er

    láglaunaland þó mikið hafi lagast á síðustu misserum en þó er langt í land til að laun verði

    sá hvati sem þau eiga að vera til að hvetja vinnuafl til að ná meiri árangri og leggja sig

    fram. Eins verður ekki litið fram hjá því að vextir á Íslandi eru dragbítur á allri þróun í

    greininni. Háir vextir eins og hér tíðkast draga úr allri fjárfestingu á tækjum og búnaði,

    þeir reka menn út í framkvæmdir alltof snemma þar sem kostnaður fjármagns í t.d.

    uppbyggingu á fjölbýlishúsi er orðin að jafnaði um 12% - 14% sem er hvergi annarsstaðar

    og eina svar markaðarins er að drífa sig og bíða ekki eftir hönnun og skipulagi þar sem

    framkvæmdaraðilarnir hafa ekki efni á að bíða.

    Þá er rétt að vekja sérstaka athygli á að bygginga- og mannvirkjageirinn hefur nú um skeið

    liðið vegna skorts á fagmenntuðu starfsfólki. Við greiningar á þeim möguleikum sem til

    boða standa í dag sést að leið fagiðngreina til hærra náms í tækni-, verk-, eða arkitektúr er

    vörðuð hindrunum og blindgötum sem þarf að laga.

    Með því að ná fram aukinni framleiðni munum við auka hagsæld okkar, fá tækifæri til að

    stytta vinnutíma og eignast þannig meiri tíma með fjölskyldunni sem er nokkuð sem allir

    gætu sætt sig við.

    Það er mat höfundar að lagfæringarferlið byrji eða ætti að byrja á því að hið opinbera færi

    öll málefni byggingargeirans undir eitt ráðuneyti og undir eina stjórn en í dag fara þrjú

    ráðuneyti með málefni geirans og sýna honum að því virðist afar lítinn áhuga þrátt fyrir að

    https://is.wikipedia.org/wiki/Varahttps://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3nusta

  • 24

    í fjárfestingu hans liggi að líkindum meira en helmingur af allri fjármunamyndun á

    heimsvísu og þá jafnframt á Íslandi.

    Aðeins um aðferðina

    Höfundur telur að mikilvægt sé að taka fleiri viðtöl við sem flestar stéttir í geiranum og

    ráðast í fyrrnefndar rannsóknir. Aðferðin PAR eða umbótamiðuð rannsókn hentaði mjög

    vel að mati höfundar. Þá var hægt að láta viðtölin leiða áfram rannsóknina þangað sem

    líklegustu skýringanna var að finna og nálgast þær. Samtölin við viðmælendurna voru

    afskaplega gefandi og upplýsandi. Í bygginga- og mannvirkjageiranum eigum við mikinn

    mannauð sem veit sínu viti og veit að sóknarfærin eru mörg.

    Höfundur telur að þessi aðferð hafi gefist vel og með henni hafi náðst þessi endurtekning

    á mati og breytingarferli eftir því sem samtalið þróaðist. Gekk ágætlega að kalla fram góða

    umræðu um hvað framleiðni er og hvernig hún er skilgreind og hvernig hægt er að nálgast

    viðfangsefnið með það að leiðarljósi að greina vandamálin og endurmeta þau þar til

    viðmælandinn var sáttur við framlag sitt og niðurstöðu.

    Það eina sem vantar nú er að forgangsraða þeim breytum sem hafa áhrif og byrja á

    lagfæringunum.

    6. Lokaorð

    Í inngangi var sagt frá þeim mun sem er á framleiðni milli Íslands og nágrannalanda okkar

    í bygginga- og mannvirkjagreinum. Verkefnið gekk út á að draga fram og skýra í hverju

    þessi munur gæti legið. Farið var yfir mörg atriði sem bent hefur verið á að gæti skýrt

    muninn og leitað fanga um líklegar skýringar. Var þar bæði leitað í mælingarnar sjálfar,

    ytri og innri ástæður ásamt því að leitast var við að flokka þær eftir eðli og stöðu í

    virðiskeðjunni.

    Tekin voru viðtöl við 15 aðila sem hafa unnið við geirann lengst af sinn starfsaldur og þeir

    beðnir að leggja rannsókninni til þekkingu sína og reynslu til að skýra þennan mun.

    Sem næsta skref vill höfundur benda á mikilvægi þess að vega þessi atriði og meta og

    forgangsraða með áherslu á framleiðni. Þá er tillaga höfundar að gera verði

    skoðanakönnun sem nái til stórs hóps starfsmanna, stjórnenda, fyrirtækjaeiganda,

    hagfræðinga og vísindamanna og bæta í þessa þekkingu sem hér hefur verið safnað og

    leggja síðan mat á skýringarnar. Þá þarf jafnframt að leggja mat á hvar hægt er að laga

    framleiðnina mest og forgangsraða þessum atriðum og lagfæra sem víðast í greininni.

    7. Þakkir

    Höfundur vill í lokin þakka öllum sem veittu honum viðtöl, kærlega fyrir þátttökuna og

    þakkir fyrir áhugan sem þeir sýndu verkefninu og mikilvægi þess. Þá vil ég þakka

    leiðbeinendum mínum þeim Dr. Helga Þór Ingasyni, Prófessor MPM, Háskólanum í

    Reykjavík og Steinþóri Kára Kárasyni Prófessor í arkitektúr, Listaháskóla Íslands fyrir

    veitta aðstoð, yfirlestur og ábendingar og jafnframt þakka þeim fyrir leiðsögn þeirra og

    þátttöku í verkefninu og einlægan áhuga. Þá eru færðar þakkir til fjölskyldu minnar sem

    hvatti undirritaðan áfram í skrifunum og konunni minni Svandísi Sturludóttur fyrir

    yfirlestur og lagfæringar á ritgerðinni.

  • 25

    8. Heimildir

    Ariffin, S. T., Sulaiman, S., Mohammad, H., Yaman, S. K. og Yunus, R. (2016, Ma).

    FACTORS OF ECONOMIES OF SCALE FOR CONSTRUCTION

    CONTRACTORS. ResearchGate. Sótt 29. apríl 2017 af

    https://www.researchgate.net/publication/303658044_FACTORS_OF_ECONOM

    IES_OF_SCALE_FOR_CONSTRUCTION_CONTRACTORS

    Bergljót Baldursdóttir. (2016). Aukin aðsókn í byggingagreinar. RÚV. Sótt 26. apríl

    2017 af http://www.ruv.is/frett/aukin-adsokn-i-byggingagreinar Bjarni Már Gylfason. (2016). Mannvirkjagerð á tímamótum. Sótt 26. apríl 2017 af

    http://tolfraedi.byggingavettvangur.is/wp-

    content/uploads/2016/10/Mannvikjagerd-mars-2016-Bjarni-Mar-Gylfason.pdf

    Denzin, N. og Lincoln, Y. (2007). Strategies of Qualitative Inquiry. Sótt 29. apríl

    2017 af https://us.sagepub.com/en-us/nam/strategies-of-qualitative-

    inquiry/book237871

    Dickens, L. og Watkins, K. (1999). Action Research: Rethinking Lewin.

    Management Learning, 30(2), 127–140. doi:10.1177/1350507699302002 Frosti Ólafsson og Björn Brynjúlfur Björnsson. (2015). Ferð án fyrirheits, Rekstur í

    efnahagslegu umróti. Sótt 25. apríl 2017 af

    http://vi.is/%C3%BAtg%C3%A1fa/skodanir/ferd_an_fyrirheits.pdf

    Frosti Ólafsson, Björn Brynjúlfur Björnsson, Margrét Berg Sverrisdóttir, Marta

    Guðrún Blöndal og Sigurður Tómasson. (2016). LEIÐIN Á

    HEIMSLEIKANA Aukin framleiðni í innlendum rekstri. Sótt 25. apríl 2017

    af

    http://vi.is/%C3%BAtg%C3%A1fa/sk%C3%BDrslur/leidin_a_heimsleikan

    a.pdf

    Greiningardeild Arionbanka. (2015). Gæti minna vægi yfirvinnu aukið framleiðni

    og hækkað laun. Sótt 26. apríl 2017 af

    https://www.arionbanki.is/library/Skrar/Greiningar/Markadspunktar-

    /110515_framleidni_og_yfirvinna.pdf

    Guðrún Högnadóttir. (2014, Ma). Vísir - Bítið - Framleiðni, hvað er það og hvað

    þarf til að ná betri árangrí? Sótt 25. apríl 2017 af

    http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP27125

    Guðrún Ingvarsdóttir. (2015, Jún). Er samstarf lykill að árangri? Efling

    samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar í kjölfar efnahagshruns.

    Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið, Viðskiptafræðideild. Sótt 25. apríl 2017

    af http://skemman.is/stream/get/1946/21477/49589/3/MS-Gudrun-

    Ingvarsdottir-skemman.pdf

    Hagfræðistofnun. (1999). Framleiðni íslenskra atvinnuvega Skýrsla til

    Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Sótt 26. apríl 2017 af

    http://www.ioes.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/C-Series/1999/C9910-Framleidni-

    islenskra-atvinnuvega.pdf

    Hallgrímur Oddsson. (2015, 9. mars). Styttri vinnudagur gæti aukið framleiðni –

    Deilt um hvort komi á undan. Kjarninn. Sótt 25. apríl 2017 af

  • 26

    http://kjarninn.is/skyring/styttri-vinnudagur-gaeti-aukid-framleidni-deilt-

    um-hvort-komi-a-undan/

    Hinrik Árni Wöhler. (2015). Langir dagar og lág framleiðni. Hagræn Greining á

    íslenskum vinnumarkaði (B.Sc. Ritgerð). Háskólinn í Reykjavík,

    Viðskiptdeild. Sótt 25. apríl 2017 af

    http://skemman.is/stream/get/1946/22603/49913/1/Langir_dagar_og_l%C3

    %A1g_framlei%C3%B0ni_-

    Hreggviður Jónsson. (2016). „Héraðsmót eða heimsleikar? Innlendur rekstur í

    alþjóðlegu samhengi“ Ræða formanns Viðskiptaráðs Íslands. Sótt 25. apríl

    2017 af

    http://vi.is/%C3%BAtg%C3%A1fa/r%C3%A6%C3%B0ur/v%C3%BE_20

    16_raeda_formanns.pdf

    Íslenski byggingavettvangurinn. (2016). Menntaleið. Sótt 29. apríl 2017 af

    http://menntun.byggingavettvangur.is/

    McKinsey & Company. (2012). Charting a growth path for iceland 2012 ( No.

    Version 1.0). Sótt 25. apríl 2017 af

    https://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/charting-a-growth-path-

    for-iceland-2012.pdf

    Menntun lykillinn að bættum lífskjörum. (2014). Sótt 29. apríl 2017 af

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/04/11/menntun_lykillinn_ad_baettu

    m_lifskjorum/

    Myers, D. (2013). Construction Economics: A New Approach. Routledge.

    OECD. (2014). Average annual hours actually worked. Paris: Organisation for

    Economic Co-operation and Development. Sótt 8. apríl 2017 af

    http://www.oecd-ilibrary.org/content/data/data-00303-en

    OECD. (e.d.). DEFINING AND MEASURING PRODUCTIVITY. Sótt 25. apríl

    2017 af https://www.oecd.org/std/productivity-stats/40526851.pdf

    Ragnar Ómarsson. (2017, febrúar). Hönnunargallar í húsum. Reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði með

    áorðnum breytingum nr. 449/1990

    Samtök iðnaðarins. (2015, september). Stöðugar umbætur eru lykillinn að aukinni

    framleiðni. Samtök iðnaðarins - íslenskur iðnaður. Sótt 26. apríl 2017 af

    http://www.si.is/frettasafn/stodugar-umbaetur-eru-lykillinn-ad-aukinni-

    framleidni

    Samtök iðnaðarins. (2016). Menntastefna. Samtök iðnaðarins - íslenskur iðnaður.

    Sótt 26. apríl 2017 af http://www.si.is/malaflokkar/menntun-og-

    mannaudur/menntastefna/

    Seðlabanki Íslands. (2012). Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Sótt

    26. apríl 2017 af http://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/EMU-

    sk%C3%BDrsla/Valkostir%20%C3%8Dslands%20%C3%AD%20gjaldmi

    %C3%B0ils-%20og%20gengism%C3%A1lum.pdf

  • 27

    Sibert, A. (2009, 10. ágúst). Undersized: Could Greenland be the new Iceland?

    Should it be? VoxEU.org. Sótt 29. apríl 2017 af

    http://voxeu.org/article/could-greenland-be-new-iceland

    Sigurður Rúnar Birgisson. (2013, júní). Byggingargallar í nýbyggingum á Íslandi.

    Háskólinn í Reykjavík, Byggingaverkfræðideild. Sótt 25. apríl 2017 af

    http://skemman.is/stream/get/1946/16104/37731/1/Byggingargallar_%c3%

    ad_n%c3%bdbyggingum_%c3%a1_%c3%8dslandi.pdf

    S.P. Dozzi og S.M. AbouRizk. (1993). Productivity in Construction ( No. NRCC

    37001). Staðlaráð Íslands. (2012). Staðalvísir: Raflagnir bygginga: Handbók um ÍST 200:2006.

    Reykjavík: Rafstaðlaráð - RST

    Thomas, H. R. (1992). Effects of Scheduled Overtime on Labor Productivity.

    Journal of Construction Engineering and Management, 118(1), 60–76.

    doi:10.1061/(ASCE)0733-9364(1992)118:1(60)

    Vísir.is (2016, nóvember). Verktakar byggja mun hraðar í Noregi en hér - Sótt 26.

    apríl 2017 af http://www.visir.is/g/2016161109996

    Viðskiptaráð Íslands. (2016a). Leiðin að aukinni hagsæld, Þróun efnahagsmála og

    framvinda umbóta frá útgáfu Íslandsskýrslu McKinsey. Sótt 26. apríl 2017

    af https://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/charting-a-growth-

    path-for-iceland-2012.pdf Viðskiptaráð Íslands. (2016b). Gerum meira úr minna, Umbætur í rekstrarumhverfi

    minni fyrirtækja. Sótt 25. apríl 2017 af

    http://vi.is/%C3%BAtg%C3%A1fa/skodanir/gerum-meira-ur-minna.pdf

    Þórarinn G. Pétursson. (2016, ágúst). Rúmlega 60 prósent fyrirtækja í byggingariðnaði

    búa við skort á starfsfólki. visir.is. Sótt 26. apríl 2017 af

    http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV6FD9CDE2-CB25-4AFF-

    BF24-B2571C725AC9

    Ævar Rafn Hafþórsson. (2016, júní). Framleiðni á byggingamarkaði, Samanburður við

    Noreg. Háskóli Íslands, Hagfræðideild. Sótt 8. apríl 2017 af

    http://skemman.is/stream/get/1946/24586/56385/1/Lokakjal.pdf

  • 28

    9. Viðaukar

    Fylgiskjal 1.

    Skjal lagt fram í upphafi viðtala til að skerpa á sameiginlegum skilningi á hugtakinu

    framleiðni.

    Ágæti viðmælandi

    Í viðtölum í tengslum við meistaraverkefni Hannesar Frímanns Sigurðssonar eru settar

    fram eftirfarandi skilgreiningarnar til að viðmælendur hefðu sama skilning á hugtakinu

    framleiðni:

    Hagfræðistofnun

    „Framleiðni er skilgreind sem sá fjöldi eininga af afurðum sem hægt er að fá út úr

    einni einingu af aðföngum og er því vísbending um rekstarhagkvæmni greinarinnar.

    Með öðrum orðum hvað er hægt að búa til mikið af verðmætum úr einni einingu af

    aðföngum“ (Hagfræðistofnun, 1999).

    Ríkisendurskoðun

    Framleiðni fjármagns

    Framleiðni fjármagns lýsir hlutfallinu milli þeirra fjármuna sem lagðir eru í rekstur

    stofnunar eða fyrirtækis og þeirra afurða sem reksturinn skilar, þ.e. hversu vel fjármunir

    eru nýttir til framleiðslu eða þjónustu. (Ríkisendurskoðun)

    Framleiðni vinnuafls

    Framleiðni vinnuafls lýsir hlutfallinu milli fjölda starfsmanna / vinnustunda stofnunar eða

    fyrirtækis og þeirra afurða sem reksturinn skilar, þ.e. hversu vel vinnuafl er nýtt til

    framleiðslu eða þjónustu. (Ríkisendurskoðun)

    OECD

    „Framleiðni (e. productivity) „Framleiðni er venjulega skilgreint sem hlutfallið milli

    framleidds magns afurða og magn aðfanga. Með öðrum orðum, það mælir hversu

    skilvirk framleiðsla aðfanga, svo sem vinnuafls og fjármagns, eru notuð í

    hagkerfinu til að framleiða tiltekið magn afurða. Framleiðni er talin lykill

    uppspretta hagvaxtar og samkeppnishæfni“ (OECD, e.d.).

    Samtök Iðnaðarins

    Jafnframt er lögð fram skilgreining og stefnumið Samtaka iðnaðarins til frekari

    skýringa.

    Markmið SI er að auka framleiðni og setjum við því skýr mælanleg markmið um

    að: ná framleiðnivexti upp fyrir 2% á ári.

  • 29

    Aukin framleiðni er forsenda betri afkomu fyrirtækja og bættra lífskjara

    almennings. Framleiðni á hverja unna vinnustund á Íslandi er undir meðaltal

    OECD-ríkjanna en er vegið upp á móti með mikilli vinnu. Árlegur raunvöxtur

    framleiðni hefur verið um 1,3% undanfarin ár. Ef við ætlum okkur að vera í fremstu

    röð og standast samkeppni við aðrar þjóðir þarf framleiðnivöxtur okkar að vera

    umtalsvert meiri.

    Með hagfelldum starfsskilyrðum, betri stjórnun, nýsköpun og vel menntuðu

    starfsfólki, sem drifið er áfram af nýrri hugsun, má tryggja stöðu Íslands í fremstu

    röð. Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt að mörkum til þessi sýn geti orðið að

    veruleika. Sérstök áhersla verði lögð á vitundarvakningu um mikilvægi framleiðni

    og markmið sett um að ná framleiðnivexti upp fyrir 2% á ári.

    Framleiðni kemur innan frá

    Uppspretta aukinnar framleiðni liggur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Stjórnun

    og skipulag gegnir þannig lykilhlutverki um að markmið um aukna framleiðni náist.

    Í því ljósi vilja samtökin:

    Efla núverandi aðferðir sínar við þjónustu, ráðgjöf og aðstoð við

    félagsmenn sína varðandi góða stjórnun. Félagsmenn SI hafi aðgang að

    gæðakerfi og viðeigandi ráðgjöf.

    Leggja sérstaka áherslu á framleiðslustjórnun sem tækifæri til

    framleiðniaukningar.

    Að úttektir og áfangavottanir SI verði viðurkenndar á útboðsmarkaði sem

    mælikvarði á stjórnunarleg gæði.

    Leggja áherslu á að auka og efla námsframboð og gæði varðandi rekstrar-

    og framleiðslustjórnun á framhaldsskólastigi.

  • 30

    Fylgiskjal 2.

    Skjal lagt fram í viðtölunum þegar viðmælandi hafði sagt sínar skýringar á líklegum

    ástæðum fyrir skorti á framleiðni. Listi fór stækkandi eftir fjölda samtala og var hvati í

    samtalinu til að draga fram enn fleiri breytur og skýringar.

    Í viðtölum Hannesar Frímanns Sigurðssonar vegna rannsóknarspurningar er eftirfarandi

    listi lagður fram til að aðstoða á seinni stigum viðtala við að kanna hvort eftirfarandi þættir

    hjálpi við að nálgast skýringar á framleiðnimuninum.

    Ytri breytur Ómælanlegar breytur Innri breytur

    Veðurfar Siðferði Lítil nýsköpun

    Hagsveiflur Leti ( bykoferðir) Engin fjöldaframleiðsla

    Regluverk Hönnunargallar Eftirlit hagaðila

    Lóðaskortur Skilningsleysi yfirvalda Vöntun á vinnuafli

    Vextir Græðgi Skipulag á vinnustað

    Efnisverð fákeppni Viðhald húsnæðis ekki mælt Verkstjórn

    Sérhagsmunir stofnana Fjöldi tungumála á vinnustað Besservisserar

    Ríkið í samkeppni Ónóg tækniþekking

    Fjármögnun ruglingsleg Nýjustu aðferðum ekki beitt

    Misjafnar mælingar milli landa Lengd vinnutíma (yfirvinna)

    Kröfur ( gæðskerfi og fl) Smæð fyrirtækjanna

    Fákeppni Öryggismál

    Hráefni Ný tæki og tækni

    Menntun Vöntun á sérhæfingu

    Hvati til nýsköpunar Lág laun

    Smæð þjóðarinnar Stefnumótun

    Í verkefni Ævars Rafns Hafþórssonar um framleiðnimun á Íslandi og í Noregi eru þessi

    artriði hér að neðan nefnd sem líkleg skýring.

    1. Aðlögun starfsfólks að núverandi aðstæðum 2. Verkefni í samfelldum tíma. Hagsveiflur minni og vinnuumhverfi stöðugra 3. Óstöðugleiki í hagkerfinu. Fjárfestingarsveiflur eru með hærra staðalfrávik en

    venjuleg hagsveifla.

    4. Starfsmannavelta. Skortur á verkefnum yfir vetrartímann og vinnuafl fer í önnur störf

    5. Lengd vinnuviku. Skortur á vinnuafli og uppsveifla 6. Menntun vinnuaflsins. Ekki næg hvatning. Sækni í bóknám 7. Tæknistig. Hugsanlega vantar innleiðingu á nýrri tækni 8. Miklar kröfur neytenda.

    Rannsóknarspurning verkefnisins er;

    „ Hvað skýrir muninn á framleiðni á Íslandi samanborið við

    nágrannalöndin í bygginga- og mannvirkjageira?“.

  • 31

    Lis

    ti sk

    ýrin

    ga se

    m fr

    am k

    omu

    í við

    tölu

    num

    í st

    afró

    fsrö

    ð

    Hei

    tiH

    eiti

    Hei

    tiH

    eiti

    Hei

    tiA

    ðfön

    g ós

    kipu

    lögð

    Fá a

    lver

    k eð

    a al

    útbo

    ðL

    ítil f

    jöld

    afra

    mle

    iðsl

    aSa

    mfe

    lla í

    verk

    efnu

    mtæ

    knig

    etu

    Aðl

    ögun

    vin

    nuaf

    lsFá

    kepp

    ni m

    eðal

    stæ

    rri f

    yrir

    tækj

    aL

    ítil n

    ýskö

    pun

    Sam

    kepp

    nish

    æfn

    iU

    ndir

    búni

    ngur

    Afh

    endi

    ng íb

    úða

    á ve

    rktím

    aFe

    rli ó

    ljós

    Líti

    l upp

    ling

    Sein

    agan

    gur

    stjó

    rnsý

    slu

    Van

    tar

    kaup

    auka

    kerf

    i

    Aga

    leys

    i vin

    nuaf

    lsFy

    rirt

    æki

    n of

    lítil

    Lóð

    asko

    rtur

    tefu

    r by

    ggin

    gara

    ðila

    Sérh

    agsm

    unir

    stof

    nana

    Van

    tar

    sam

    held

    ni í

    vinn

    uhóp

    a

    Agi

    í fr

    amkv

    æm

    dum

    Fjár

    mög

    nun

    rugl

    ings

    leg

    Man

    nabr

    eytin

    gar

    tíðar

    Sérh

    æfin

    garl

    eysi

    Van

    tar

    vinn

    mór

    al

    Agi

    stjó

    rnen

    daFj

    ölda

    fram

    leið

    sla

    lítil

    Men

    ntun

    þar

    f að

    bæta

    Siðf

    erði

    Vax

    tast

    ig

    Arð

    sem

    i ónó

    gFj

    öldi

    tung

    umál

    a á

    vinn

    usta

    ðM

    ikið

    ófa

    glæ

    rt st

    arfs

    fólk

    Skiln

    ings

    leys

    i yfir


Recommended